Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi. Sigurður B. Pálsson, forstjóri Byko og Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG, fjölluðu um framtíðaráskoranir í verslun og þjónustu á fundi faghóps um framtíðarfræði í morgun.
Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá KPMG hóf erindið sitt á að kynna alþjóðlega könnun en hjá KPMG vinna í dag 209.000 starfsmenn. Í dag er eina vissan óvissan framundan. Tilgangur fundarins var að vekja athygli á nýjum veruleika. Endurhugsa þarf kostnað við verslun og þekkja viðskiptavininn. Sævar fjallaði um fimm þætti. 1. Ný kauphegðun 20% neytenda eru nú farnir að versla á netinu matvöru, auknar líkur á hvatvísri netverslun, aukin krafa um staðbundin þægindi. Nýjasta kynslóðin Z á ekkert erfitt með að tileinka sér að versla á netinu. 2. Traust. Neytendur vilja versla þær vörur sem þeir þekkja og treysta. Eftirspurn mun því aukast eftir virtum merkjavörum. Einnig er komin aukin krafa um rekjanleika aðfangakeðju og staðbundna framleiðslu. Tregða við ferðalög erlendis. 3. Heilsa og vellíðan. Áhersla verður áfram á hreinlæti heima og á vinnustöðum. Áframhaldandi vöxtur á áhuga á heilsufæði. 4. Verðnæmni og viðskiptatryggð. Aukning á sérmerkjum, vöxtur á viðráðanlegum gæðum, aukin eyðsla við að láta eftir sér í mat og tryggð, tregða við stór innkaup, hagræðing framleiðenda og verslun og upplýstari neytendur. 5. Siðferðislegi neytandinn.
Að lokum sagði Sævar að bataferlið verði ekki línulegt. Verslun þarf að vera tilbúin að bregðast við breyttri hegðun neytenda, nýjum veruleika fylgir ný stefna.
Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO sagði mikilvægt að skoða í hverju nýr veruleiki væri falinn. Þannig væri hægt að leggja mat á aðgerðir og stefnu. Það sem er að gerast í dag er að það er mikill vöxtur aðallega í Evrópu v/heimavinnu. Heimili er mikill griðarstaður og fólk er að gera sér grein fyrir að heimili skiptir miklu máli. Fólk er að setja meiri áherslu á heimilin því það mun eyða miklu meiri tíma þar. Í US er gríðarleg aukning á vefsölu eða um 50% aukning. viðskiptavinurinn vill geta bjargað sér sjálfur. Fjarvinna hefur aukist gríðarlega og fyrirtæki eiga eftir að móta stefnu hvað það varðar. Online viðvera hefur aukist mjög mikið. Áhrif til lengri tíma byggt á könnun frá McKinsey eru að stafræn þróun hefur farið fram um 5-7 ár. Viðskiptavinurinn er tilbúinn til að færa sig byggt á online þjónustu. Nú er mikilvægt að verslunareigendur staldri við og endurskoði stefnu varðandi hvernig þeir á þessum óvissutímum geti þjónustað viðskiptavininn sinn sem best. Stóra málið á Íslandi er hvernig vefverslun verður arðbær eining. Það eru að eiga sér stað umbreytingar á miklum hraða inn í öllum aldurshópum. Hvernig er hægt að tryggja áreynslulaust ferðalag viðskiptavinarins? Hvernig er hægt að tryggja að upplifunin sé alls staðar eins? Mikilvægt er að fanga upplifun viðskiptavinarins (Customers journey). Mikilvægt er að fyrirtæki hafi skýra sýn sem er sýnileg öllum starfsmönnum. Áskorunin er að leggja mat á breytt umhverfi of taka mið af því í stefnu og framtíðarsýn. Stefnan að hámarka heildarupplifun viðskiptavinarins. Við erum sem land frekar aftarlega í stafrænni þróun. Af hverju getum við ekki verið best í retail?