Háskólinn í Reykjavík Menntavegur 1, Reykjavík
Mannauðsstjórnun,
Bjartur Guðmundsson, leikari og árangursþjálfi, býður félagsmönnum Stjórnvísi upp á 60 mínútna örnámskeið þar sem virk þátttaka og gleði ráða ríkjum.
Mannlegar tilfinningar eru eitt sterkasta afl sem við höfum aðgengi að. Þær eru drifkrafturinn að baki öllum okkar athöfnum. Kraftur þeirra er eins og kjarnorka sem hægt er að virkja á stórfenglegn hátt. Þetta afl býr í sama mæli innra með okkur öllum og getur fært okkur velgengi og hamingju ef við lærum að temja það. Staðreyndin er þó sú að fáir átta sig raunverulega á mætti tilfinninganna og enn færri búa yfir þekkingu og færni til að nýta þetta mikla afl á meðvitaðan og uppbyggilegan hátt.
- Vilt þú hámarka árangur þinn í starfi?
- Ert þú ein/n af þeim sem vilt njóta lífsins til fulls?
- Hefur þú áhuga á færni sem gerir þér kleift að snúa vandamálum upp í tækifæri?
- Hefur þú áhuga á að laða að þér fleiri tækifæri?
- Vilt þú öðlast meiri sjálfstjórn og auka áhrif þín?
- Hefur þú áhuga á að þjálfa upp þann andlega styrk sem þarf til að láta drauma þína rætast?
Mitt allra besta
Námskeiðið Mitt allra besta fjallar um mátt tilfinninga, áhrif þeirra á ákvarðanir okkar og athafnir. Hvernig við getum tekið stjórn á þessu mikla afli sem tilfinningar eru svo þær vinni með okkur í stað þess að hafa tilviljanakennd áhrif á líf okkar með ýmist jákvæðum eða neikvæðum afleiðingum. Námskeiðinu er skipt upp í 3 hluta:
#1. Afhverju ættum við að taka ábyrgð á tilfinningalífi okkar?
#2. Hvernig gerum við það?
#3. Upplifun.
Markmið
Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni til þess að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi okkar að innri auðlindum og bæta gæði
daglegra ákvarðanna og athafna jafnt í vinnu sem og heima fyrir.
Um fyrirlesarann:
Bjartur Guðmundsson, leikari og árangursþjálfi rekur fyrirtækið Optimized Performance sem býður upp á öfluga tilfinninga- og viðhorfsþjálfun fyrir einstaklinga, fyrirtæki, íþróttafélög og hópa sem vilja hámarka árangur og ánægju í leik og starfi. Bjartur býður einnig upp á stutt en öflug innblásturserindi sem henta vel fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Eins og annað fólk þá hefur Bjartur upplifað mótlæti í lífinu en ákvað að virkja upplifun sína til góðs. Úr varð að hann stofnaði fyrirtækið Optimized Performance árið 2016, en þá hafði áhugi hans á mannrækt og árangursfræðum staðið yfir í 6 ár. Hugmyndin með Optimized er að hjálpa eins mörgum og mögulegt er til að hámarka frammistöðu sína, velgengni og vellíðan með því að virkja enn betur það sem Bjartur trúir á að sé sterkasta afl manneskjunnar þ.e. tilfinningarnar.
Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu M215, Menntavegi 1. Honum verður ekki streymt.