Borgartúni 27, 105 Reykjavík Borgartún, Austurbær Reykjavík, Ísland
Mannauðsstjórnun,
Menningarmæling Capacent: Veistu hvaða vinnustaðamenning er ríkjandi á þínum vinnustað?
Kynntar verða niðurstöður úr könnun Capacent meðal starfandi fólks á höfuðborgarsvæðinu, þar koma fram áhugaverðar niðurstöður um tengsl vinnustaðamenningar við hollustu og önnur lykilviðhorf starfsmanna. Niðurstöðurnar byggja á nýju mælitæki Capacent sem metur fjórar tegundir vinnustaðamenningar og á fundinum verður kynnt hvernig nýta megi þetta mælitæki til umbreytinga og þróunar. Kynningar eru í höndum Ástu Bjarnadóttur, Hildar Jónu Bergþórsdóttur og Vilmars Péturssonar ráðgjafa hjá Capacent. Capacent býður gestum Stjórnvísi upp á morgunverð frá kl. 8:00.
Um fyrirlesara:
Ásta Bjarnadóttir er ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðsstjórnunar hjá Capacent. Ásta hefur stýrt mannauðsmálum hjá Háskólanum í Reykjavík, Íslenskri erfðagreiningu og Hagkaupum og hún er einn af stofnendum CRANET rannsóknaverkefnisins um íslenska mannauðsstjórnun. Ásta er með doktorspróf í vinnu- og skipulagssálfræði frá University of Minnesota 1997.
Hildur Jóna Bergþórsdóttir er sérfræðingur á sviði fyrirtækja- og starfsmannarannsókna, einkum vinnustaðagreininga og ráðgjafar og umbótastarfs í kjölfar greiningar. Hún er löggiltur sálfræðingur með Cand.Psych próf frá Háskólanum í Árósum. Hildur Jóna hefur einning fjölbreytta ráðgjafarreynslu í kjölfar vinnustaðagreiningar, m.a. í formi endurgjafar til stjórnenda og stýra vinnuhópum við greiningar- og lausnavinnu.
Vilmar Pétursson er ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðs hjá Capacent. Auk ráðgjafastarfa hefur Vilmar m.a. unnið sem verkefnastjóri og stjórnandi hjá Samtökum iðnaðarins og Félagsþjónustu Reykjavíkur. Vilmar er menntaður sem félagsráðgjafi og með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.