Click here to join the meeting
Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni með áheyrendum.
Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Póstsins ríður á vaðið. Birgir hefur víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu í atvinnulífinu hér heima og erlendis. Hann starfaði sem forstöðumaður mannauðslausna hjá Advania, aðstoðarforstjóri WOW-air, forstjóri Iceland Express auk þess sem hann stýrði einu stærsta prentfyrirtæki Evrópu. Þá muna margir eftir Birgi sem fyrrverandi trommuleikara þungarokkshljómsveitar