Lífsörmögnun - Allir geta örmagnast!

Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu? 

 

Hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) er tilltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.

Rannsóknir á sambandi líkamlegra sjúkdóma og (lífs)Örmögnunar eru nýjar af nálinni en stöðugt fleiri innan læknisfræðinnar virðast vera að átta sig á að hér sé einhverskonar samband og er aukning þesskonar rannsókna dag frá degi. Ein grein læknisfræðinnar hefur þó verið ríkjandi þegar kemur að rannsóknum að þessu tagi og hafa tugir ef ekki hundruðir rannsókna verið gerðar frá byrjun áttunda áratugarins á tengslum Örmögnunar sem mögulegs undanfara hjarta- og æðasjúkdóma.

Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum, hefur rannsakað örmögnun og hefur víðtæka reynslu af málaflokknum. Hún segir að algengasta ástæða þess að fólk leiti sér hjálpar vegna örmögnunar sé að líkaminn gefi sig. 

„Það eru dæmi um að fólk vakni einn daginn og geti ekki hreyft sig“.

Í erindi sínu fjallar dr. Eygló Guðmundsdóttir m.a. um það hvernig lífsferðalag okkar getur leitt til örmögnunar og hvernig áföll í lífinu hafa áhrif á líkamlega heilsu, jafnvel þótt langt sé um liðið. Eygló leggur áherslu á það í fyrirlestri sínum að það geti komið fyrir alla að örmagnast en því fylgi enn mikil skömm.

Hér má hlusta á hlaðvörp þar sem tekið er viðtal við Eygló um m.a. örmögnun og doktorsritgerðina hennar þar sem hún rannsakaði sálfélagsleg áhrif foreldra krabbameinsgreindra barna.

https://podcasts.apple.com/us/podcast/6-all-colors-this-nightmare-part-1-parental-stress/id1441822841?i=1000429792565

https://podcasts.apple.com/us/podcast/7-all-colors-this-nightmare-part-2-parental-stress/id1441822841?i=1000430880378

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu?

Faghópur um mannauðsstjórnun í samstarfi við Kompás hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík þar sem fjallað var um hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) sem er tiltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.

Fyrirlesarinn Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum sem hefur rannsakað örmögnun hefur skoðað tengingu áfalla og streitu sl. 20 ár.  Skilgreiningin á örmögnun er ástand sem hefur þróast eftir óeðlilega mikið álag yfir lengri tíma – nokkkurs skonar lífsörmögnun. Eygló fór að vinna á Heilsustofnuninni í Hveragerði þar sem hún vann við að flytja fyrirlestra um örmögnun. Hugtakið örmögnun er hins vegar ástand sem hefur þróast yfir lengri tíma og þarf alls ekki að tengjast starfi einstaklings.  Stundum er vinnan eini staðurinn sem fólki líður vel í og þess vegna er kulnun alls ekki bundin við starf.  Hjartalæknirinn Ad Appels skilgreindi lífsörmögnun sem ástand þar sem einstaklingurinn er ekki einungis að uppplifa óeðilega þreytu og dvínandi orku heldur hefur einnig einkenni depurðar sem lýsir sér sem þyngsli eða að vera gjörsamlega niðurslegin/n.  Upplifunin að vakna gjörsamlega búinn á því eða eins og valtari hafi keyrt yfir mann er einkennandi ástand örmögnunar. 

Það sem oft gleymist er tilfinningaleg örmögnun þ.e. ekkert er eftir á tanknum eða geyminum.  Stundum reynir fólk að hlaða inn á rafgeyminn.  Ef ekki eru komin líkamleg einkenni þá kemur heilaþoka.  Mjög margir milli 40 og 45 ára upplifa áunnin athyglisbrest x 200.  Eygló sagði rannsóknir hafa sýnt fram á samband hjarta-og æðasjúkdóma við stig örmögnunar.   Rannsókn Appels og Mulder sýndi að aukin einkenni örmögnunar juku líkur á hjartaáfallli í annars heilbrigðum einstaklingum um 150%. Eygló notar skimunarlista í 21 liðum 1. Ert þú oft þreyttur? 2. Áttu í erfiðleikum með að stofna? 3. Vaknar þú oft á nóttunni? 4. Finnst þér þú almennt vera veikburða? 5. Upplifir þú að þér verði lítið úr verki? 6. Finnst þér sem þú náir ekki að leysa hversdagsleg vandamál eins vel og áður? 7. Finnst þér sem þú sért innikróaður? 8. Hefur þér fundist þú vera vondaufari en áður? 9.Ég hef jafn mikla ánægju af kynlífi og áður 10. Hefur þú upplfiað vonleysistilfinningu? 11. Tekur það þig lengri tíma að ná tökum á erfiðleikum/vandamálum en fyrir ári? 12. Verður þú auðveldlegar pirruð/pirraður yfir smámunum en áður? 13. Líður þér eins og þú viljir gefast upp? 14. Mér líður vel 15. Líður þér eins og líkami þinn sé eins og tóm rafhlaða? 16. Kemur það fyrir að þú óskir þess að þú værir dáin/n? 17. Finnst þér sem þú ráðir ekki við lífskröfurnar? 18. Finnst þér þú vera döpur/dapur? 19. Langar þig stundum til að gráta? 20. Finnst þér þú vera útkeyrður og slitin þegar þú vankar? 21. Átt þú æ erfiðara með að einbeita þér lengi að sama hlutnum?

Rannsókn Eyglóar á foreldrum krabbameinssjúkra barna sýndi gríðarlega sterkt samband milli áfalla tengdum greiningu og veikindum barns og örmögnunar.   Áfall var fyrst skilgreint sem afleiðing atburðar sem myndi leiða til áberandi streitueinkenna hjá flestum einstaklingum. Bílslys, kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi, greining á lífshættulegum sjúkdómi og náttúuhamfarir eru dæmi um aðstæður sem flokkast undir áföll. 

Einkenni áfallastreitu tengjast aðstæðum áfalla og er gjarnan skipt í þrjá hópa: endurupplifanir, t.d. martaðir, hugsanir um atburði o.fl. …

 

 

 

 

Tengdir viðburðir

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Eldri viðburðir

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Starfsafl býður heim

Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Starfsafli býður félagsfólki Stjórnvísis heim, í Hús Atvinnulífsins, til að njóta léttra veitinga og hlýða á erindi þar sem Lísbet mun fjalla vítt og breitt um fræðslu fyrirtækja, mikilvægi fræðslustefnu og áætlunar, ásamt því að svara spurningum úr sal.

 Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Fundarstjóri er Guðrún Finns., stjórnarmeðlimur í faghóp mannauðsstjórnunar.

Aldursstjórnun - Ungar konur með blásið hár og gamlir karlar með litað hár, er eitthvað að marka þetta fólk?

Hlekkur á viðburð: Join the meeting now

 

Aldur er einn af þeim þáttum sem hefur áhrif á viðhorf okkar og viðmót gagnvart öðru fólki. En hvernig er hægt verða meðvitaðri um þessi viðhorf og taka tillit til hækkandi aldurs á vinnumarkaði? 

 

Hvað er aldursstjórnun og hvernig nýtist hún mannauðsfólki? Hvernig birtast aldurs-/öldrunarfordómar og hvaða áhrif hafa þeir? Er gagnlegt að flokka starfsfólk í hópa eftir kynslóðum? Hvað er verið að gera á alþjóðlegum vettvangi í því skyni að sporna við öldrunarfordómum? 

 

Þetta og mögulega fleira tengt öldrun á vinnumarkaði verður til umfjöllunar undir yfirskriftinni "Ungar konur með blásið hár og gamlir karlar með litað hár - er eitthvað að marka þetta fólk?"

Fyrirlesari: Berglind Indriðadóttir er iðjuþjálfi með yfir 20 ára reynslu í öldrunarþjónustu og viðbótarmenntun í opinberri stjórnsýslu, félagsfræði og öldrunarþjónustu. Hún hefur haldið utan um starfsemi Farsællar öldrunar - Þekkingarmiðstöðvar frá árinu 2013 samhliða störfum á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og við ráðgjöf og kennslu.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir, formaður faghóps um mannauðsstjórnun.

Kulnun Íslendinga árið 2024

Fyrirlesari

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um Rannsóknina
Í ár var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif.

Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.

Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.

Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2024 – fimm ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.

Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.

Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: prosent@prosent.is 

Fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum

Hlekkur á viðburðinn: Join the meeting now

 

Hjalti Vigfússon, verkefnastjóri hjá Samtökin '78, mun koma og halda stutt erindi um hvernig mannauðsfólk getur hagað vinnuaðstæðum og þjálfað starfsfólk sitt til að gera vinnustaðinn móttækilegri fyrir fjölbreyttum hóp starfsfólks.

Erindið eru 30 mínútur, og verður tími fyrir spurningar að því loknu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?