Stofa M215 (Opni Háskólinn í HR) Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, Reykjavík
Mannauðsstjórnun,
Hvað er lífsörmögnun - er hægt að brenna út í lífinu?
Hugtakið Lífs-örmögnun (Vital Exhaustion) er tilltölulega nýtt hugtak en það vísar til ákveðins ástands sem hefur þróast yfir lengri tíma.
Rannsóknir á sambandi líkamlegra sjúkdóma og (lífs)Örmögnunar eru nýjar af nálinni en stöðugt fleiri innan læknisfræðinnar virðast vera að átta sig á að hér sé einhverskonar samband og er aukning þesskonar rannsókna dag frá degi. Ein grein læknisfræðinnar hefur þó verið ríkjandi þegar kemur að rannsóknum að þessu tagi og hafa tugir ef ekki hundruðir rannsókna verið gerðar frá byrjun áttunda áratugarins á tengslum Örmögnunar sem mögulegs undanfara hjarta- og æðasjúkdóma.
Eygló Guðmundsdóttir, klínískur sálfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum, hefur rannsakað örmögnun og hefur víðtæka reynslu af málaflokknum. Hún segir að algengasta ástæða þess að fólk leiti sér hjálpar vegna örmögnunar sé að líkaminn gefi sig.
„Það eru dæmi um að fólk vakni einn daginn og geti ekki hreyft sig“.
Í erindi sínu fjallar dr. Eygló Guðmundsdóttir m.a. um það hvernig lífsferðalag okkar getur leitt til örmögnunar og hvernig áföll í lífinu hafa áhrif á líkamlega heilsu, jafnvel þótt langt sé um liðið. Eygló leggur áherslu á það í fyrirlestri sínum að það geti komið fyrir alla að örmagnast en því fylgi enn mikil skömm.
Hér má hlusta á hlaðvörp þar sem tekið er viðtal við Eygló um m.a. örmögnun og doktorsritgerðina hennar þar sem hún rannsakaði sálfélagsleg áhrif foreldra krabbameinsgreindra barna.