Click here to join the meeting
Hjalti Jón Pálsson verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum fer yfir leiðir til nýsköpunar í opinberum innkaupum.
Ríkiskaup annast meðal annars beina framkvæmd útboða, innkaupa, rammasamninga og eignasölu fyrir stofnanir ríkisins. Boðið er upp á sérhæfðar innkaupalausnir sem eru sniðnar að þörfum hvers og eins og þannig leitast við að ná settum markmiðum varðandi sparnað og hagræðingu. Fyrstu lög um stofnun Ríkiskaupa þar sem kveðið er á um miðlæga innkaupastofnun fyrir ríkið voru sett þann 5. júní 1947 en starfsemin hófst þann 15. janúar 1949. Stofnunin heyrir undir Fjármálaráðuneytið og er ein elsta miðlæga innkaupastofnun í Evrópu
Meðal þess sem tæpt verður á eru eftirfarandi:
- Er nýsköpun í opinberum innkaupum?
- Er réttur jarðvegur fyrir nýsköpun hjá ríkinu?
- Hvað þarf að breytast?
Fundurinn fer fram á Teams og verður að mestu leiti í samræðu og fyrirspurnarformi þar sem hinum ýmsu hliðum nýsköpunar er velt upp. Þáttakenndur eru hvattir til að koma með spurningar og mun Hjalti leitast við að svara samhliða.