Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Fundarefni
"Leiðin að silfrinu"
Hugarfar starfsmanna skiptir máli. Hvernig geta stjórnendur haft áhrif á hugarfar starfsmanna og virkjað þannig styrkleika þeirra og jákvæða hugsun?
Framsögumaður
Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta miðlar af sinni reynslu og sýn á hlutina og hvernig hann leiddi handboltalandsliðið að silfrinu á Ólympíuleikunum. Guðmundur hefur einnig gegnt stöðu verkefnastjóra hjá Kaupþingi. Í erindinu fjallar hann m.a. um markmiðasetningu, skipulag liðsheildar og ákveðna tegund af frammistöðumati.
Fundarstaður
Fundurinn er haldinn hjá Íslandsbanka Kirkjusandi, 5. hæð (matsalur).
ATH! Þetta er síðasti fundur mannauðshópsins í vetur og samkvæmt reglum hópsins ganga 3 úr stjórn. Við óskum því eftir framboðum í stjórnina fyrir næsta vetur, en stjórnarseta miðast við 2 ár. Áhugasamir sendi tölvupóst á Ingibjörgu Óðinsdóttur, formann hópsins (io@skyrr.is).