20. nóvember 2019 17:13
Sá einstaki viðburður gerðist í morgun að fundur á vegum faghóps um umhverfi og öryggi var haldinn á sjó. Þvílík ró og fegurð að sitja í skólaskipinu Sæbjörgu á meðan skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Hilmar Snorrason kynnti skipulag og starfsemi skólans. Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985 en á árunum 1970-1985 fórust að meðaltali 18 manns á ári á sjó.
Með því að hafa skólann í skipi er auðvelt að fara með hann hvert á land sem er. Árið 1998 þegar Hvalfjarðargöngin opnuðu fékk Slysavarnarfélagið gömlu Akraborgina. Skipið er í góðu lagi í dag en hefur ekki verið siglt síðan 2015. Þessi skip sem skólinn á hefur verið siglt á 25 hafnir. Kvennadeildir Slysavarnafélags Íslands hafa verið miklir boðberar varðandi forvarnir og fræðslu. Á tímabilinu 1984-1997 fækkaði slysum niður í 8 á ári en árið 1986 var eitt af stærstu slysaárunum. Lög um Slysavarnaskóla sjómanna voru sett 1991 og skv. þeim er það skylda að sjómenn fari í skólann. Slys á sjómönnum hafa verið nokkuð tíð í gegnum árum. Í dag kemst enginn á sjó án þess að hafa pappíra upp á að hann sé með alla pappíra í lagi. Slys á sjómönnum 1984-1997 voru á bilinu 400-631. Í dag eru tilkynnt atvik í kringum 200 á ári og var meðaltalið 260 á árunum 1998-2018. Taka þarf tillit til þess að sjómönnum hefur fækkað mjög mikið. Í dag eru í kerfinu 6.000 kennitölur sjómanna. Hagstofan hélt utan um fjöldann hér á árum áður en Samgöngustofa heldur utan um þetta í dag. Fækkun slysa er meiri en fækkun sjómanna og ekki hafa orðið banaslys síðan í maí 2016. Slysavarnaskóli Sjómanna kennir fjölda námskeiða á ári. Nýir ungir einstaklingar eru undir verndarvæng annarra og þeir mega vera 180 daga á sjó án þess að hafa farið í skólann. Flest slys verða fyrstu fimm árin á sjó og síðan eru það þeir elstu sem lenda í slysum.
Hilmar segir að það sé ekki hægt að útskrifast í öryggi og því mæta allir á eldvarnir, öryggismál, skyndishjálp o.fl. Í dag er 5 ára endurmenntunarkrafa á sjómenn. Skólinn kemur ákveðinni þekkingu til sjómanna en það eru þeir sem nýta hana. Slysavarnarskóli sjómanna er í samstarfi við tryggingafélögin og hefur verið framkvæmt áhættumat. Meðalaldur sjómanna hefur farið hækkandi og var nefnt að nú eru hjartastuðtæki í 97% fiskiskipa. Með nýjum skipum eru breytingar, aðbúnaðurinn hefur batnað mjög mikið og tæknin aukist til að gera störfin léttari. Menn nota tæki miklu meira en áður. Hilmar vonar að skólinn fái áfram að vera um borð í skipi og horfir nú til Herjólfs. Hilmar nefndi að lokum að allt starfið í Slysavarnaskóla sjómanna er til þess að auka hæfni og getu sjómanna.