Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata, 101 Reykjavík, Ísland
Mannauðsstjórnun,
Reykjavíkurborg mun taka á móti félögum í Stjórnvísi á umræðufundi um kynbundinn launamun í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 13. mars nk. Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og Atli Atlason, deildarstjóri kjaradeildar, munu kynna aðgerðir sem borgin hefur farið í til að vinna gegn kynbundnum launamun og einnig mun Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræðideild HÍ, fjalla um viðfangsefnið frá fræðilegu sjónarhorni.
Þann 1. október á síðasta ári voru samþykktar í borgarstjórn tillögur um aðgerðir í ellefu liðum til þess að útrýma kynbundnum launamun hjá borginni. Tillögurnar eru byggðar á skýrslu aðgerðahóps um kynbundinn launamun sem kom út í byrjun september. Á umræðufundinum verður farið yfir stöðu þessa málaflokks hjá borginni, nýlegar launakannanir kynntar og fjallað verður um þær áskoranir sem borgin þarf að takast á við til að ná markmiði sínu.