Endurmenntun Háskóla Íslands Dunhagi 7, Reykjavík
Innkaupa- og vörustýring,
Hér má nálgast upptöku af fundinum. Þú smellir á þessa slóð til að tengjast: https://eu01web.zoom.us/my/finnur til að komast inn í kennslustofuna
ATH: Ef þú ferð ekki sjálfkrafa inn í stofuna eftir að þú smellir á hlekkinn og það birtist Meeting ID eða Personal Link name skal skrifa: finnur eða 864 521 1749 . Frekari upplýsingar um Zoom viðmótið má finna hér https://www.endurmenntun.is/zoom-upplysingar. Lendir þú í vandræðum skal hafa samband við þjónustuborð Endurmenntunar HÍ: 525-4444
Hvernig geta fyrirtæki unnið með birgjum og viðskiptavinum við að lágmarka kolefnisspor virðiskeðjunnar?
Steinunn Dögg Steinsen sem stýrir öryggis- og umhverfismálum allra álvera Century Aluminum, í Bandaríkjunum og hér heima, mun segja frá vegferð fyrirtækisins við þróun vörulínunnar Natur-Al. Kolefnisspor Natur-Al-áls er innan við fjórðungur kolefnisspors hefðbundins áls á markaði og mun Steinunn fjalla um hvernig fyrirtækið hefur sett upp stjórnkerfi til að tryggja hlítni við alþjóðlega staðla og lágmarka umhverfisáhrif og losun gróðurhúsalofttegunda í virðiskeðjunni - allt frá uppruna hráefnisins og flutningi þess, til framleiðslu, dreifingar til viðskiptavina og endurvinnslu.
Fundurinn verður haldinn í Elju í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Fundinum verður einnig streymt