Sölvhólsgata 4, 150 Reykjavík Sölvhólsgata, 101 Reykjavík, Ísland
Mannauðsstjórnun,
Staðall um jafnlaunakerfi var gefin út af Staðlaráði Íslands í lok árs 2012. Staðalinn sem er fyrsti sinnar tegundar í heiminum er samvinnuverkefni aðila vinnamarkaðarins. Um er að ræða brautryðjendastarf í jafnréttismálum sem á sér ekki fordæmi en fyrirmyndir voru sóttar í alþjóðlega staðla um t.d. gæða- og umhverfisstjórnun.
Eins og aðrir staðlar er hann valkvæður, þ.e. fyrirtækjum og stofnunum er í sjálfsvald sett hvort þau innleiða hann. Með notkun staðalsins er fyrirtækjum og stofnunum auðveldað að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja og geta þau fengið vottun þar um. Ávinningur af notkun jafnlaunastaðalsins getur m.a. haft í för með sér bætta ímynd, betri mannauðsstjórnun, faglegri launastefnu og góða stjórnarhætti. Staðallinn er kröfustaðall en haft var að leiðaljósi að gera hann einfaldan og skýran svo hann geti nýst stórum og smáum fyrirtækjum og stofnunum.
Undanfarið ár hefur verið í gangi tilraunaverkefni um innleiðingu staðalsins á vegum aðgerðahóps stjórnvalda um launajafnrétti á vinnumarkaði með þátttöku nokkurra fyrirtækja og stofnanna. Fjallað verður um staðalinn og tilraunaverkefnið á fundinum.
Fundurinn verður fimmtudaginn 25. sept. kl. 8. 30 í Mennta- og menningaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4 á 4. hæð.