Háskólinn í Reykjavík, Opni Háskólinn annarri Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1, 101 Reykjavík, Ísland
Sjálfbær þróun,
Faghópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um rannsóknir og samfélagsábyrgð.
Á fundinum verða kynnt þrjú nýleg rannsóknarverkefni um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Tvö þeirra voru unnin af íslenskum nemum, á meðan það þriðja var unnið af erlendum nema.
Dagný Kaldal Leifsdóttir rannsakaði hvort efndir fylgdu orðum þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð 50 stærstu fyrirtækja Íslands. Hún mun kynna fyrir okkur bæði hvort fyrirtæki segi frá stefnu sinni á þessu sviði og hvort þau séu í raun að vinna samkvæmt þeirri stefnu sem þau hafa sett sér. Dagný kláraði meistarapróf frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sumarið 2013 og var rannsóknin hluti af lokaverkefni hennar.
Gunnar Páll Ólafsson útskrifaðist frá Háskólanum í Gautaborg árið 2009 af alþjóðaviðskiptafræðibraut. Í rannsókn sinni leitaðist Gunnar Páll við að skoða hvernig alþjóðleg fyrirtæki geta innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti í aðfangakeðju sinni með sjálfbærum hætti. Starfsemi IKEA í Vietnam var notuð sem raundæmi.
Julia Vol útskrifaðist með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands haustið 2012. Julia mun fjalla um rannsókn sína á innleiðingu stefnu um samfélagslega ábyrgð hjá Landsbanka Íslands á árunum eftir hrun. Julia mun flytja erindi sitt á ensku.
Fundarstjóri er Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafi í samfélagsábygð hjá Capacent.
Faghópur um samfélagsábyrgð var stofnaður árið 2012 og eru meðlimir í honum nú 138.