Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík Háaleitisbraut, Reykjavík, Ísland
Sjálfbær þróun,
Málefnahópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um innleiðingu stefnu um samfélagsábyrgð.
Á fundinum verða tvær kynningar tengdar innleiðingu á stefnu um samfélagsábyrgð í fyrirtækjum. Annars vegar mun Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands kynna ISO 26000 staðlinn um samfélagsábyrgð. Verið er að þýða staðalinn á íslensku og er honum m.a. ætlað að auðvelda fyrirtækjum að innleiða markvissa starfshætti um samfélagsábyrgð. Í seinni kynningunni mun Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun segja frá þeim áskorunum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir við innleiðingu á stefnu um samfélagsábyrgð.
Fundarstjóri er Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.
Málefnahópurinn var stofnaður á fyrri hluta ársins 2012 og eru nú 76 félagar í hópnum. Stjórn hópsins skipa Ketill B. Magnússon framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Finnur Sveinsson sérfræðingur hjá Landsbankanum, Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka og Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrðgar hjá Landsvirkjun.
Fundurinn er haldinn hjá Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík Fimmtudaginn 31. janúar kl. 8:30 - 10:00