Hvernig má bæta vörustjórnun með greiningarvinnu? (Teams fundur)

Join Microsoft Teams Meeting
Eva Guðrún Torfadóttir, starfsmaður Implement Consulting Group, segir frá starfsemi þessa virta alþjóðlega ráðgjafafyrirtækis og fer yfir nokkur verkefni tengd vörustjórnun sem fyrirtækið hefur unnið.

Implement er danskt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í ráðgjöf við innkaup, lagerhald og öðru tengdu vörustjórnun. Sérstaða Implement felst í áherslu á þátttöku í öllu umbreytingarferlinu, allt til enda. Unnið er náið með viðskiptavinum í gegnum allt ferlið, frá greiningarvinnu þar til nýjum verkferlum og lausnum er hrint í framkvæmd.

Mörg af stærstu fyrirtækjum Skandinavíu hafa leitað til Implement og má þar nefna Mærsk, Flying Tiger, Novo Nordisk, IKEA og Pandora. Verkefnin eru fjölbreytt en markmiðið er alltaf það sama: Að finna hvernig fyrirtæki geta hagrætt í starfsemi sinni og aukið skilvirkni.

Implement hefur hjálpað fyrirtækjum að svara þessum spurningum ásamt mörgum fleirum með greiningarvinnu:

- Hversu mikið þarf að eiga á lager?
- Hversu mikið á að kaupa inn í einu og hve oft?
- Hvaða birgja á að velja?
- Hversu stórt þarf vöruhúsið að vera?

Fundurinn fer fram á Teams: Join Microsoft Teams Meeting

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvernig má bæta vörustjórnun með greiningarvinnu?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Á fundi vörustjórnunar – innkaupa og birgðastýringu sagði Eva Guðrún Torfadóttir, starfsmaður Implement Consulting Group frá starfsemi þessa virta alþjóðlega ráðgjafafyrirtækis og fór yfir nokkur verkefni tengd vörustjórnun sem fyrirtækið hefur unnið.
Implement er danskt ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í ráðgjöf við innkaup, lagerhald og öðru tengdu vörustjórnun. Sérstaða Implement felst í áherslu á þátttöku í öllu umbreytingarferlinu, allt til enda. Unnið er náið með viðskiptavinum í gegnum allt ferlið, frá greiningarvinnu þar til nýjum verkferlum og lausnum er hrint í framkvæmd.
Mörg af stærstu fyrirtækjum Skandinavíu hafa leitað til Implement og má þar nefna Mærsk, Flying Tiger, Novo Nordisk, IKEA og Pandora. Verkefnin eru fjölbreytt en markmiðið er alltaf það sama: Að finna hvernig fyrirtæki geta hagrætt í starfsemi sinni og aukið skilvirkni.
Implement hefur hjálpað fyrirtækjum að svara þessum spurningum ásamt mörgum fleirum með greiningarvinnu: - Hversu mikið þarf að eiga á lager? - Hversu mikið á að kaupa inn í einu og hve oft?- Hvaða birgja á að velja? - Hversu stórt þarf vöruhúsið að vera?

Eva sagði teymið alltaf vinna að því að finna bestu lausn og vinna vel saman.  Hafa viðskiptavininn með frá upphafi.  Mantran í fyrirtækinu frá upphafi hefur verið að hjálpa fyrirtækjum að breytast og sjá árangur. Unnið er náið að því að finna bestu lausn og innleiða alla leið.  Teymið þeirra er með frá hugmynd til framkvæmdar. 
Eva kynnti þrjú verkefni.  Case A. Rótgróið danskt fyrirtæki með sölu-og þjónustustöðvar um allan heim. Með nýjum yfirmanni urðu ýmsar breytingar.  Hann fór m.a. að velta fyrir sér af hverju birgðastaðan væri svona há? Fyrirtækið átti ekki svar og því var haft samband við þau.  Það fyrsta sem þau sáu var 1. Vantaði skýra stefnu, tilgang með vinnunni og markmið í innkaupadeild.  Hver starfsmaður átti nokkra birgja og voru starfmenn í innkaupdeild fimmtán talsins. 3. Það vantaði samstarf við birgja og ferlarnir voru óskýrir því starfsmenn unnu eftir sinni tilfinningu og voru búið að vinna þarna mjög lengi.  Því fór mikill tími í að sjá hvar varan var stödd í ferlinu.  4. Þegar var pantað þá var alltaf bætt aðeins meira við til að lenda aldrei í í skorti á vörum.  5. Birginn var orðinn pirraður því hann vissi aldrei hvenær þessar stóru pantanir komu og gat því ekki vitað hvenær hann ætti að fara að framleiða.  Bæði birginn og fyrirtækið voru því báðir með alltof mikið af vörunni.  Eftir greiningu sáu þau að 32% af vörunum voru stöðugar og því auðvelt að spá fyrir um eftirspurnina og  21% frekar stöðugar. Fyrirtækið var því ekki að leggja sitt af mörkum við að auðvelda birgjunum vinnuna.  Ákveðið var að innleiða Kanban kerfi.  Pantað er þegar birgðastaðan er komin niðurfyrir ákveðna tölu.  Þannig er hægt að plana miklu betur.  Birginn getur þá séð raunverulega eftirspurn og þau gátu farið að nýta sínar vélar miklu betur.  Fyrirtækið gat síðan stólað á birgjann sem alltaf var tilbúinn með vörur á réttum tíma.   KPI´s var skilgreint, að hverju er stefnt. Settir voru á hálfs mánaðar fundir og dagskrá sett fram.  Þarna breyttust samskiptin algjörlega.  Niðurstaðan var sú að með því að innleiða Pull kerfi urðu samskipti betri, veltuhraðinn fór úr 90 dögum í 7 daga og á endanum voru allir glaðir.  Birgðastaðan lækkaði um 40% og verkefnið var því mjög skemmtilegt.

Case B.  E-commerce.  Þau hafa unnið mörg verkefni sem tengjast netverslun.  Það helsta er að komin er ný kynslóð sem þekkir ekkert annað en hafa allt í símanum sínum.  Þessi kynslóð krefst mikils hraða. Viðskiptavinurinn vill ráða hvernig hann stýrir innkaupunum, vill jafnvel fá sent heim.  Oft er byrjað á að skoða á netinu og jafnvel í framhaldi fara í verslun og skoða vöruna áður en gengið er frá kaupunum. Það er ekki nóg að skella upp einni heimasíðu því flækjustigið hefur aukist mikið.  Búið er að flækja leiðirnar mikið. Flóknara flutningskerfi frá vöruhúsi í búð og frá vöruhúsi og heim.  Hægt að panta á netinu og skila í búð þannig að búðin verður að vera tilbúin í ýmislegt.  Vöruhús – dreifing – þjónustustig.  Hverju er verið að lofa viðskiptavininum?  Er verið að lofa honum að afgreiða vöruna á morgun? Er hægt að senda vörur um helgi? Allt þarf að passsa upp á til að uppfylla loforð.  Oft er borið saman við samkeppnisaðilann.  Hvað þarf að kaupa mikið til að fá fría heimsendingu?  Skoða þarf umbúðir, reikning og skilamiða.  Ýmislegt er hægt að bæta við vöruna til að viðskiptavinurinn fái jákvæðari upplifun eins og senda eitthvað skemmtilegt með.   Einnig er aðstoðað við dreifileiðir og í þjónustuveri.  Mikilvægt er fyrir Þjónustuver að geta svarað hvar varan er stödd og þau svarað viðskiptavininum strax ef eitthvað er.

Í Case C  var farið í hvernig fyrirtækið hefur aðstoðað við að hraða við að taka saman pantanir í vöruhúsum og hve vinnuaðstaða skiptir miklu máli.  T.d. skiptir dagsbirta máli fyrir starfsmenn. 

Að lokum kynnti Eva nýja lausn “Autostore” sem er kerfi sem er með plastkössumsem eru staflaði sextán saman hver ofan á annan. Rótbotar ná síðan í kassana.  Auðvelt að byrja smátt og bæta við seinna.  Hægt er að setja þetta inn í vöruhúsin sem þú ert með nú þegar og þetta er einstaklega auðvelt í uppsetningu og einnig hagstætt.  Þetta er allt annar verðflokkur en áður þekkist og orðið gríðarlega vinsælt.   

 

Eldri viðburðir

Sjálfvirknivæðing innkaupa með stafrænu vinnuafli  

Linkur á fjarfund (TEAMS) 

 

 

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri hjá Evolv fer yfir tækifærin sem felast í sjálfvirknivæðingu með stafrænu vinnuafl á innkaupasviði fyrirtækja. 

 Hvernig snúum við okkur í sjálfvirknivæðingu á eins stóru og viðamiklu ferli og innkaupaferli fyrirtækja? Innkaupaferlið skiptist í fjölmörg undirferli sem henta misvel til sjálfvirknivæðingar. Hvernig hefjum við þessa vegferð og hvar eru tækifæri til hagræðingar?

Ásamt Eiríki, verður Kristín Þórðardóttir, IT og Data sérfræðingur hjá Brimborg, með innslag um vegferð Brimborgar, innleiðingu og ávinning af stafrænu vinnuafli. 

 Viðburðurinn verður haldinn í Grósku í salnum Fenjamýri. Gengið er inn á móti veitingastaðnum EIRIKSDOTTIR. Einnig verður streymi í boði á vefnum.

Aðalfundur faghóps um Innkaupa- og vörustýringu

Aðalfundur faghóps um innkaupa- og vörustýringu verður haldinn á Nauthól 24.apríl næstkomandi frá 12:00-13:00.

Fundardagskrá:

  • Einn viðburður í lok starfsárs?
  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar/formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um innkaupa-og vörustýringu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar/formanns, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á snorri.sigurdsson@alvotech.com.

IKEA - Unlocking Omnichannel

Linkur á viðburðinn
Ólafur Magnússon starfar hjá IKEA (Ingka) sem Global Commercial & Supply Integration Manager.

Ólafur mun halda erindi um hvernig alþjóðlegt viðskiptamódel og aðfangakeðja IKEA hefur tekið stökkbreytingum síðastliðin ár til að koma til móts við breyttar þarfir og væntingar viðskiptavina. Hvaða tækifæri felast í þessum breytingum? IKEA hefur nýtt möguleika stafrænnar tækni og innleitt gervigreind (AI) innan aðfangakeðjunnar í þeim tilgangi að hámarka ánægju viðskiptavina, auka veltu og hagnað.

www.linkedin.com/in/olafurmagnusson 

Linkur á viðburðinn

Aðfangakeðja á háhraða, áskoranir ferskvöru ( lifandi, deyjandi vara ) frá bónda á disk neytenda á Íslandi

Click here to join the meeting  
Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana fer yfir aðfangakveðju fyrirtækisins. Hvaða áskoranir fyrirtækið þarf að takast á við í ferskvöru. 

Innovation House er á Eiðistorgi Seltjarnarnesi.  Best er að ganga beint inn á Eiðistorg, þaðan upp á 2.hæð og á móti Bókasafni Seltjarness er gengið upp á 2.hæð og þar er Innovation House. 

 

Click here to join the meeting  

Lyfjainnkaup í alheimsvöruskorti

Teams linkur: Click here to join the meeting

Novo Nordisk, hefur nýlega tekið yfir LVMH sem verðmætasta fyrirtæki í evrópu. Ýmsar áskoranir hafa fylgt með nýjum vörum á markaði íyfjamedferðum við offitu og sykursýki. Eftir sem áður hefur vaxandi eftirspurn eftir lyfjum þeirra vaxið umfram framboði s.l. ár. 

 

Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi ásamt Fjármálastjóra Danmerkur og Íslands munu fjalla um þessar áskoranir og hvaða tækifæri leynast á slíkri vegferð. Fundurinn fer fram á bæði íslensku og ensku í í fundarsal höfuðstöðva Vistor Hörgatún, 210 Garðabær ásamt því að fundinum verður streymt beint í gegnum Teams.

 

Dagskrá:

 

  • Vistor - Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir  Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi opnar fundinn og kynnir fundargestum fyrir Vistor og starfsemi þess -  10min

 

  • Áskoranir og tækifæri sem leynast á heimsskorti í lyfjageiranum - Dagmar ýr Sigurjónsdóttir Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi 20 min

 

  • Finance and Operations Director of Denmark/Iceland Novo Nordis - Philipp Timm. Will discuss how the supply challenges have been handled and what Novo Nordisk has learned from this. (Fjármálastjóri Danmerkur og Íslands yfir Novo Nordisk mun fjalla um áskoranir í aðfangakeðju Novo Nordisk og lærdómar frá alheimsvöruskorti).

 

  • Q&A panel (Spurningar og Svör með Dagmar Úr Sigurjónsdóttur og Philipp Timm).
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?