Dunhaga 7, 107 Reykjavík Dunhagi, Reykjavík, Ísland
Mannauðsstjórnun,
Endurmenntun Háskóla Íslands og Stjórnvísi boða til morgunverðarfundar 30. nóvember 2012 kl. 8.30 - 10.00.
Landslag stjórnunar á Íslandi hefur breyst mikið undanfarin ár og stjórnendur standa frammi fyrir nýjum og erfiðum áskorunum. Á fundinum verður fjallað um stjórnendaþjálfun á Íslandi á nokkuð breiðum grundvelli og munu þrír fræðslustjórar stórra fyrirtækja deila reynslu sinni af skipulagningu stjórnendaþjálfunar.
Hvað er það sem íslenskir stjórnendur sækjast eftir, er þessi hópur frábrugðinn öðrum hópum í atvinnulífinu þegar kemur að fræðslu og þjálfun og hvert er stjórnendaþjálfun á Íslandi að þróast, hvaða aðferðir eru mest notaðar o.s.frv. Á fundinum munu framsögumenn varpa ljósi á svör við þessum og fleiri spurningum.
Framsögumenn
-
Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri opnar fundinn.
-
Hildur Arnars Ólafsdóttir fræðslustjóri Actavis - „Ups and downs“ í stjórnendaþjálfun.
Hildur segir frá því sem hefur gengið vel í stjórnendaþjálfun og hvað ekki undanfarin ár. Hún mun einnig segja frá því sem er framundan hjá „nýju“ fyrirtæki og mikilvægi stjórnendaþjálfunar í því samhengi. -
Elísabet Helgadóttir fræðslustjóri Íslandsbanka. - Stjórnendaþjálfun hjá Íslandsbanka.
Elísabet leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvaða hæfni þarf stjórnandi að búa yfir til að ná árangri?
Hvernig stillum við þjálfun upp í samræmi við hæfniskröfur Íslandsbanka?
Hvernig styðjum við stjórnendur?
Hvernig mælum við árangur? - Harpa Björg Guðfinnsdóttir leiðtogi fræðslumála Alcan. - Leiðin að slysalausum vinnustað.
Harpa segir frá stjórnendaþjálfun á vegum móðurfélagsins, Rio Tinto, þar sem áhersla var m.a. á að kenna stjórnendum að grípa inn í aðstæður sem ekki teljast fullkomlega öruggar og leiðbeina starfsmönnum að gera hlutina á sem öruggastan hátt.
Fundarstaður
Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
http://endurmenntun.is/UmEndurmenntun/Hagnytarupplysingar/Stadsetning/