Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Hvað þarf til að ná árangri - hugarfar sigurvegarans
Hvernig geta stjórnendur haft jákvæð og uppbyggjandi áhrif á hugarfar starfsmanna og byggt upp hugarfar sigurvegarans innan síns fyrirtækis?
Fyrirlesari
Sigurður Ragnar Eyjólfsson A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu fer yfir hvað hann telur að þurfi til að ná árangri og þá aðferðafræði sem hann notaði í að leiða kvennalandsliðið að sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 2009 en það er eina skipti í sögunni sem íslenskt A-landslið í knattspyrnu hefur komist í úrslitakeppni stórmóts.
Sigurður mun í erindi sínu fjalla um hvernig hann vinnur með hugarfar leikmanna og þá liðsmenningu sem hann hefur reynt að byggja upp hjá landsliðinu. Inn í fyrirlesturinn fléttast hvernig hagað var markmiðasetningu landsliðsins, hvernig má læra af öðrum sem hafa náð árangri, hvað einkennir sigurvegara, hvernig hugsa þeir og hvað má læra af slíku hugarfari. Sigurður Ragnar mun einnig flétta áhugaverðum myndböndum inn í fyrirlesturinn sem tengjast efninu.
Fundarstaður
Ístak Engjateigi 7, 108 Reykjavík
ATH! Þetta er síðasti fundur mannauðshópsins í vetur og samkvæmt reglum hópsins ganga 2 úr stjórn hans. Við óskum því eftir framboðum í stjórnina fyrir næsta vetur, en stjórnarseta miðast við 2 ár.
Áhugasamir sendi tölvupóst á Gunnhildi Arnardóttur, formann hópsins gunnhilduras02@.is) eða til Mörthu á skrifstofu félagsins (martha@stjornvisi.is).