Click here to join the meeting
Hlekkinn á fundinn má finna hér
Hvað var það sem gerði það að verkum að margir sem komu að stofnun HR hafa verið áberandi leiðtogar í íslensku samfélagi og út fyrir landsteinanna? Við höfum fengið Guðfinnu Bjarnadóttur og Þórönnu Jónsdóttur til að ræða þetta við okkur ásamt fleiri spurningum um leiðtogafærni og stofnun HR.
Guðfinna Bjarnadóttir er meðeigandi og stjórnandi í LC Ráðgjöf. Hún útskrifaðist frá West Virginia University í Bandaríkjunum árið 1991 með doktorsgráðu í atferlisfræði með áherslu á stjórnun (performance management). Áður hafði hún lokið MA gráðu frá sama háskóla og BA gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands. Guðfinna stofnaði árið 1991 ráðgjafafyrirtækið LEAD Consulting í Bandríkjunum ásamt eiginmanni sínum, og ráku þau fyrirtækið í nær áratug. Guðfinna var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík (1998-2007). Hún var alþingismaður árin 2007-2009. Sem ráðgjafi hefur hún þjónað fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum víða um heim.
Þóranna Jónsdóttir er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta og lektor við viðskiptadeild HR. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum.