Háskólinn í Reykjavík stofa M220 Menntavegi 1
Stjórnun viðskiptaferla (BPM),
Faghópur um stjórnun viðskiptaferla (BPM) verður með opinn fund þar sem reifað verður niðurstöðum af þremur lokuðum fundum stjórnar fagshópsins sem haldnir hafa verið í vetur og í kjölfarið umræður um viðfangsefnið (bókin sem var til umræðu). Við hvetjum sem flesta til að mæta og sjá útkomu úr bókrýni úr þremur stjórnunar- og ferlabókum sem teknar voru fyrir og ræddar á vegum stjórnarinnar í vetur. Enginn þörf á að hafa lesið viðkomandi bækur, heldur er meginn áhersla lögð á umræður, tengingar og dæmi við störf okkar frá degi til dags. Fundurinn er frá kl. 8.30 til 9.45. Staðsetning ákveðin síðar.
Í lok fundarins verður annar 30 mínútna fundur aðalfundur stjórnar BPM faghópsins settur og samantekt á starfinu lögð fram og ný stjórn skipuð. Óskað er eftir fleirum áhugasömum í stjórn BPM faghópsins. Vinsamlegast hafið samband við formann hópsins, Magnús Ívar Guðfinnsson (magnus.gudfinnsson@marel.com) eða varaformann, Þóru Kristínu Sigurðardóttir (thora.sigurdardottir@eimskip.is) fyrir aðalfundinn ef þið hafið áhuga á að taka þátt í starfi stjórnar faghópsins sem hefur verið afar líflegt í vetur.