Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Fundarefni
Breytingar og nýjungar í kjarasamningum og löggjöf
Lögfræðingar Samtaka atvinnulífsins, Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl. og Álfheiður M. Sívertsen hdl. munu fjalla stuttlega um helstu breytingar og nýjungar í kjarasamningum og löggjöf.
Nánar um fundarefnið:
- Áhrif nýrra jafnréttislaga, viðurlög og jafnréttisáætlanir - hvaða kröfur þarf að uppfylla?
- Breytingar á reglum um framkvæmd uppsagna - starfsmaður getur óskað upplýsinga um ástæðu uppsagnar.
- Uppsagnarvernd - trúnaðarmenn/öryggistrúnaðarmenn, foreldrar í fæðingarorlofi - dómaframkvæmd - og fl.
- Samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum.
- Upplýsinga- og samráðsskyldu vinnuveitanda skv. lögum nr. 151/ 2006.
- Launaákvæði kjarasamninga - kjarasamningar ákveða lágmarkskjör án tillits til aðildar.
- Er eitthvað fleira í pípunum og hverju breytir ESB aðild?
Fundarstaður
Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð.