Click here to join the meeting
Faghópur Stjórnvísi um samfélagslega ábyrgð trúir því að samstaðan geri okkur sterkari og blæs því til fundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum munu sérfræðingur frá forsætisráðuneytinu, stofnun Sæmundar Fróða, Kópavogsbæ, Marel og Golfsambandi Íslands miðla því hvernig við getum með samhentu átaki gert það mögulegt að ná heimsmarkmiðunum og innleiða þau m.a. til þess að ná loftslagsmarkmiðum okkar. Við erum öll hluti af einni allsherjarvirðiskeðju og allt sem við gerum skiptir máli. Eva Magnúsdóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Podium ehf. stýrir fundinum.
Dagskrá fundarins:
1. Allir saman nú: Inngangur og fundarstjórn, Eva Magnúsdóttir, stofnandi og ráðgjafi Podium ehf.
2. Heimsmarkmiðin - betri framtíð fyrir alla: Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun.
3. Hreyfiafl til góðs: Hulda Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Golfsambandi Íslands.
4. Heimsmarkmiðin – Viðleitni – Skipulag - Menning? Héðinn Unnsteinsson formaður verkefnisstjórnar Stjórnarráðsins
5. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og atvinnulíf í Kópavogi: Björn Jónsson, frá Markaðsstofu Kópavogs.
6. Sustainability - the biggest economic opportunity of our times: Vicky Preibisch, sérfræðingur í sjálfbærniteymi Marel.
7. Lokaorð og spurningar
Ekki missa af þessum spennandi fundi