Nauthóll
Góðir stjórnarhættir , Stjórn Stjórnvísi ,
Föstudaginn 21.ágúst nk. mun 18 fyrirtækjum verða afhentar viðurkenningar fyrir stjórnarhætti sína ásamt nafnbótinni "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum". Í ljósi aðstæðna þurfum við að takmarka þátttakendur við fulltrúa þeirra fyrirtækja sem hljóta munu nafnbótina.
Markmið verkefnisins og viðurkenningarinnar er að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.
Viðurkenningar byggja á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga/fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar á fyrirtækjunum en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi.
Agla Eir Vilhjálmsdóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands verður fundarstjóri.
Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar (Nasdaq á Íslandi) mun flytja erindi.
Jón Gunnar Borgþórsson JGB ráðgjöf flytur inngangsorð um verkefnið.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins afhendir viðurkenningarnar.
Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.