Tækifæri til að hittast og fara yfir starfsárið framundan.
Farið yfir og bryddað upp á fleiri hugmyndum að viðburðum - verkaskipting.
Tengjast viðburðum annarra faghópa?
Tækifæri til að hittast og fara yfir starfsárið framundan.
Farið yfir og bryddað upp á fleiri hugmyndum að viðburðum - verkaskipting.
Tengjast viðburðum annarra faghópa?
Fjallað um traust í samhengi góðra/ábyrgra stjórnarhátta.
Erindi frá Dr. Eyþóri Ívari Jónssyni um tilurð, mikilvægi og takmarkanir trausts í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti.
Gert er ráð fyrir að tækifæri gefist til að skiptast aðeins á skoðunum að erindi loknu.
Föstudaginn 23.ágúst nk. mun 18 fyrirtækjum verða afhentar viðurkenningar fyrir stjórnarhætti sína ásamt nafnbótinni "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".
Markmið verkefnisins og viðurkenningarinnar er að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.
Viðurkenningar byggja á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga/fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar á fyrirtækjunum en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi.
Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands verður fundarstjóri.
Eyþór Ívar Jónsson stofnandi Akademías og upphafsmaður verkefnisins "Fyrirmyndarfyrirtæki" mun flytja erindi.
Jón Gunnar Borgþórsson JGB ráðgjöf flytur inngangsorð um verkefnið.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins afhendir viðurkenningarnar.
Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.
Fundardagskrá:
Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins.
Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Jóns Gunnars Borgþórssonar á jgb@jgb.is
KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.
Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?
Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG
Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.