Kringlunni 5, 103 Reykjavík Kringlan 5, 103 Reykjavík, Ísland
Mannauðsstjórnun,
Fyrirtæki setja sér gjarnan ákveðin viðmið varðandi frammistöðu með það að markmiði að ná fram því besta hjá hverjum starfsmanni til að stuðla að hámarksárangri.
Á fundinum 23.janúar nk. fjallar Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, um skilgreiningu á lykilárangursþáttum frammistöðu innan Sjóvár og hvernig þeir tengjast flestum sviðum mannauðsstjórnunar félagsins. Farið verður yfir ákvörðun lykilárangursþátta, framkvæmd, hvernig þeir styðja við endurgjöf á frammistöðu og hver sé ávinningurinn. Einnig verður stuttlega fjallað um nýlega vinnu við gerð stjórnendamats innan fyrirtækisins.
Tími: 23.janúar kl. 8:30-9:30 Staðsetning: Sjóvá, Kringlan 5