Skútuvogur 2 Skútuvogur 2, 104 Reykjavík, Ísland
Innkaupa- og vörustýring,
Í erindi sínu mun Guðrún Gunnarsdóttir fjalla um hvernig Vodafone innleiddi miðlæga innkaupastýringu og hverju útboðsaðferðir í innkaupum hafa skilað fyrirtækinu. Hún mun einnig fjalla um hvernig miðlæg innkaupastýring getur náð fram fjárhagslegum sparnaði og um leið aukið gæði og öryggi innkaupa. Guðrún mun fjalla um hvernig ráðgjöf við stjórnendur vegna tilboða og samninga kemur að gagni, skjalastýringu samninga og hvernig er hægt að ná fram hámarks virði samninga. Hún mun einnig segja frá procurement deild Vodafone Global í Lúxemborg.
Guðrún hefur víðtæka reynslu af innkaupum. Hún starfaði um árabil hjá Ríkiskaupum áður en hún tók við stöðu Aðfangastjóra hjá Vodafone. Guðrún er með MSc gráðu í Alþjóðaviðskiptum og BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðrún er auk þess með alþjóðlega IPMA C-vottun í verkefnastjórnun og BTS gráðu frá École Nationale de Commerce Bessières í París.
Frá kl. 8:30 mun Vodafone bjóða uppá kaffi ásamt léttum og hollum morgunverði.
Takmarkaður sætafjöldi!