Vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn kl. 8:30-9:30
Innkaupa- og vörustýring,
Davíð Ingi Jónsson hdl. forstöðumaður Lögfræðideildar Eimskips og Þórdís Ásta Thorlacius fulltrúi í Skráningum og skjölum hjá Eimskip munu opna fyrsta fræðslufund faghóps innkaupaaðila.
Umfjöllunarefnið er Incoterms® 2010, hinir stöðluðu viðskiptaskilmálar sem Alþjóða viðskiptaráðið gefur út til notkunar í lausafjárkaupum milli landa.
Davíð mun fara yfir bakgrunn skilmálanna, lagalega stöðu þeirra og virkni gagnvart landslögum og flutningsskilmálum Eimskips.
Þórdís mun fara yfir praktíska hluti, notkun virkni hvers skilmála og breytingar sem gerðar voru með 2010 útgáfunni.
Fundurinn er haldinn í Vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn kl. 8:30-9:30 þriðjudaginn 16. apríl n.k.
Hlökkum til að sjá sem flesta.