Click here to join the meeting
Fida og Falasteen fara í gegnum hvað einkennir þeirra frama og hvað í þeirra reynslu og bakgrunni hefur haft mótandi áhrif á þær sem leiðtoga.
Fida abu Libdeh er frumkvöðull, framkvæmdastýra og eigandi Geosilica. Árið 2012 stofnaði hún Geosilica ásamt teymi sínu með lítið fjármagn en mikla ástríðu til þess að ná langt. GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku úr steinefnum í jarðhitavatni sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar.
Falasteen Abu Libdeh er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Ráður. Falasteen innleiddi og hannaði jafnlaunakerfi Eimskips og þróaði samhliða því launagreiningarkerfi sem gefur á hraðan og skýran hátt stöðu kjaramála hjá fyrirtækinu. Ráður er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við innleiðingu á jafnlaunastaðli og að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar.
Viðburðaröðin Lífssaga leiðtogans
Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni með áheyrendum.