Click here to join the meeting
Vinnumarkaðurinn hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum og hafa sprottið upp lausnir til að leysa vandamál sem fylgja aukinnar fjarvinnu fólks, þá sérstaklega þegar kemur að fjarvinnu erlendis.
Sérfræðingar eru af skornum skammti á Íslandi og leita fyrirtæki nú í sífellt meira mæli út fyrir landsteinana til að finna sérfræðinga t.d. forritara, sölufólk og gagnafræðinga. Þegar kemur að uppsetningu á þessum starfsmönnum skapast oft mikill hausverkur varðandi hvaða leið sé best að fara til að greiða þeim laun.
Á viðburðinum mun Davíð Rafn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Swapp Agency, fara í gegnum áskoranir og tækifæri sem felast í fjarvinnu á milli landa, EoR leiðina, og framtíð vinnumarkaðarins. Það hefur orðið gríðarleg aukning í fjarvinnu eftir Covid faraldurinn og eru fyrirtæki, stofnanir og sérfræðingar að finna bestu leiðirnar til að leysa vandamálin sem hafa skapast í kringum fjarvinnu.
Fyrirlesari er Davíð Rafn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Swapp Agency, sem býður upp á EoR (Employer of Record) þjónustu í yfir 150 löndum. EoR þjónusta er einföld og þægileg leið til að gera starfsmönnum kleift að vera launþegar í sínu búsetulandi óháð staðsetningu vinnuveitanda.