Stakkahlíð Stakkahlíð, Austurbær Reykjavík, Ísland
Mannauðsstjórnun,
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mun fjalla um erfið starfsmannamál og úrlausnir út frá reynslu sinni. Hún hefur starfað sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá árinu 2002 en áður starfaði hún sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Baugi. Guðrún er með Ms. próf í mannauðsstjórnun frá University of Westminister og Bs. Í félagsfræði frá Háskóla Íslands.
Páll Rúnar er stofnandi Málflutningsstofu Reykjavíkur og er lögmaður Félags atvinnurekenda og fjölda íslenskra fyrirtækja. Páll hefur áralanga reynslu af vinnuréttarmálum, samningagerð milli launþega og vinnuveitanda og af rekstri mála er tengjast uppgjöri þeirra á milli. Á fundinum mun Páll fara yfir þau lögfræðilegu úrræði sem til eru, annars vegar til þess að koma í veg fyrir ágreining á milli launþega og atvinnurekanda og hins vegar til að leysa slíkan ágreining komi hann upp."
Staður og stund:
Stakkahlíð (Menntavísindasvið HÍ) - Hamar - Stofan Bratti, 2. október kl. 8:30 - 9:55.