Innovation House/Eiðistorgi, 3. hæð
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun, Sjálfbær þróun,
Sameiginlegur fundur faghópa um samfélagsábyrgð fyrirtækja og þjónustu- og markaðsstjórnun þar sem við fáum að heyra þrjú spennandi erindi um markaðsmál og samfélagslega ábyrgð.
Hvers vegna erum við að þessu? - fræði og dæmi. Gunnar Thorberg eigandi Kapals Markaðsráðgjafar, er reynslumikill markaðsráðgjafi og starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi á sviði viðskipta, stefnumótunar, uppbyggingu vörumerkja og markaðssetningar. Auk þess sinnir hann kennslu í helstu háskólum landsins með áherslu á viðskipti og markaðssetningu á stafrænum miðlum.
Saga um samfélagslega ábyrgð: Innleiðing, áskoranir og ávinningur. Kristján Gunnarsson - eigandi og ráðgjafi hjá Kosmos & Kaos flytur okkur reynslusögu þeirra. Kosmos & Kaos hefur verið framarlega á sviði vefhönnunar, vefþróunar og stafrænnar markaðssetningar. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og er virkur meðlimur í FESTU, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.
Erum við neytendur vakandi? - Rakel Garðarsdóttir, annar tveggja höfunda bókarinnar Vakandi veröld.
Láta neytendur sig samfélagsábyrgð fyrirtækja varða og þá hvernig? Tengsl markaðssetningar og ábyrgra neyslu- og viðskiptahátta.