Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, Reykjavík
Öryggisstjórnun,
Á undanförnum árum hefur bætt eignatjón tryggingarfélaganna vegna eldsvoða numið mörgum milljörðum króna. Þar er ekki meðtalinn sá kostnaður sem fæst ekki bættur þ.e. rekstrarstöðvun, töpuð
viðskiptavild að ekki sé minnst á þegar einstaklingar verða fyrir andlegu eða líkamlegu tjóni. Öll viljum við komast hjá þessu og því hefur Securitas víkkað þjónustuframboð sitt með tilliti til þessa.
Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og lög nr. 75/2000 kveða á um ábyrgð eigenda og forráðamanna húsnæðis með eldvörnum þess.
Hvaða þættir eru það sem eigendur, stjórnendur og starfsfólk þurfa að vita af og tileinka sér? Farið verður yfir helsta atriðin.
- Eldvarnir fyrirtækja
Bæði eigendur og forráðamenn bera ábyrgð á eigin eldvörnum og skulu þær skjalfestar þannig að það nái yfir tæknileg atriði og skipulagsþætti.
- Eldvarnarfulltrúi
Eigandi eða forráðamaður skal skipa eldvarnarfulltrúa með mannvirki sínu samkvæmt nýrri reglugerð.
Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum, hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og öllu eldvarnareftirlit og skipulagi , s.s. möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu.
- Eldvarnareftirlit
Í framhaldi af áðurnefndu þarf síðan að huga reglulega að eigin eldvarnareftirliti.
Fyrir hverja:
Viðburðurinn er gagnlegur fyrir eigendur, stjórnendur, millistjórnendur og aðra sem koma að stjórnun og skipulagi bruna og öryggismála innan fyrirtækisins