Sæmundargata 4, 101 Reykjavík Sæmundargata, 101 Reykjavík, Ísland
Mannauðsstjórnun,
Háskólatorg, stofa HT-104
Einelti á vinnustöðum er ein tegund ofbeldis. Áhrif ofbeldis á þolanda hefur lamandi áhrif á hann og hans frammistöðu í starfi og smitar sig inn á heimili viðkomandi. Erfitt hefur verið að finna lausnir á þessum vanda og oftast yfirgefur sá sem verður fyrir ofbeldinu, vinnustaðinn. Það er ekki rétt að setja mannauðsstjóra í þá stöðu að vinna ofbeldismál á milli tveggja eða fleiri samstarfsmanna sinna og því brýnt að fá utanaðkomandi aðila til að greina og finna úrlausnir á slíkum málum. Eineltismál hafa neikvæð áhrif á vinnustaðinn og frammistöðu fleira fólks en þess sem verður fyrir eineltinu því einelti hefur smitáhrif, sem skilar sér í mælanlegum beinum kostnaði fyrir vinnustaði. Það er mikilvægt að taka strax á slíkum málum áður en þau rata sem einhliða fjölmiðlaumfjöllun og skaða ímynd starfsmanna og vinnustaðarins.
Á fundinum verða rædd ákveðin ferli sem hafa forvarnargildi sem eru til þess að minnka líkurnar á að einelti eigi sér og þó úrræði sem hægt er að grípa til verði starfsmaður uppvís að slíkri ofbeldishegðun í starfi.
Hildur Jakobína Gísladóttir lærði sálfræði í Háskólanum í Utrecht og Háskóla Íslands og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur unnið sem stjórnandi í félagsþjónustu sl. 6 ár og komið að vinnslu margra ofbeldismála. Fyrirtæki hennar "Heilbrigðir stórnarhættir" sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og stjórnandaráðgjöf.
Fimmtudaginn 27. febrúar 2014 kl. 8:30 - 10:00 Háskólatorg, stofa HT-104