Controlant Miðhraun 4, Garðabær
Innkaupa- og vörustýring,
Click here to join the meeting
Controlant býður í heimsókn í húsakynnum þeirra í Miðhrauni 4, 210 Garðabæ, en þar er bæði framleiðsla og lager fyrirtækisins.
Daði Rúnar Jónsson Director of Supply Chain Management mun segja frá fyrirtækinu, vextinum síðustu ár og helstu áskorunum í aðfangakeðjunni.
Hann mun segja frá samstarfinu við Pfizer varðandi eftirlit með dreifingu á Covid19 bóluefninu um allan heim og þeim góða árangri sem náðist í því verkefni.
Daði Rúnar mun einnig segja frá áskorunum í innkaupum og framleiðslu á síðustu árum þegar margfalda þurfti framleiðsluna í miðjum heimsfaraldri.
Eftir fyrirlesturinn verður svo skoðunarferð um framleiðslu og vöruhús Controlant fyrir alla þá sem hafa áhuga. Hámarksfjöldi á viðburðinn er 40 manns.
Fyrirlesari:
Daði Rúnar Jónsson er Director of Supply Chain Management (SCM) hjá Controlant. Hann er með meistaragráðu í Logistics & SCM frá Aarhus University og starfaði eftir námið við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku. Margir þekkja Daða Rúnar frá AGR Dynamics þar sem hann starfaði lengi sem verkefnastóri og ráðgjafi en hann hefur jafnframt kennt fjölmörg námskeið í vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar við Háskólann í Reykjavík. Daði Rúnar er einnig fyrrum stjórnarformaður faghópsins Innkaup- og vörustýring hér hjá Stjórnvísi.