Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi 2022-2023 (lokaður fundur)
Undirbúningsfundur stjórnar fyrir starfsárið 2022-2023 verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 25.maí kl. 12:20-15:20 í stofu M216. Boðið verður upp á kjúklingasalat frá Nauthól. Þórunn M. Óðinsdóttir lean snillingur, stefnumótunarsérfræðingur og fyrrverandi formaður Stjórnvísi mun vera með okkur í upphafi fundar til að skerpa á stefnu félagsins og mælikvörðum. Í framhaldi verður farið yfir aðganga stjórnar að hinum ýmsu kerfum, tekin ákvörðun um þema ársins, fundartíma stjórnar o.fl. Búið er að stofna nokkur skjöl í Teams sem er gott að lesa vel yfir. Þið megið endilega líka velta fyrir ykkur helstu tækifærum og áskorunum í starfinu okkar og hvað hefur verið vel gert og hvað má betur fara í starfinu undanfarin ár.
Dagskrá fundar:
- Samskiptasáttmáli.
- Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildum, lögum og siðareglum.
- Rýni á stefnu Stjórnvísi - mat á meginmarkmiðum - hugmyndir fagráðs (fundargerð 1.2.2022).
- Áætlun og lykilmælikvarðar.
- Farið yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og allir að skrá sig í hópinn Stjórn Stjórnvísi með því færðu aðgang að mælaborðinu okkar.
- Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.
- Kynning á áhersuverkefnum stjórnar.
- Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.
- Setja niður hugmyndir að haustráðstefnunni og Stjórnunarverðlaunum. Því má einnig hugsa um flotta fyrirlesara sem við viljum heyra frá.
- Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.
- Leggjum til fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 11:00-12:00 ýmist á Teams eða á vinnustöðum hvors annars. Val um að borða saman að loknum stjórnarfundi.
- Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs.
- Áhersluverkefni stjórnar.
- Hópefli stjórnar – árlegur viðburður.
Hugmyndir:
- Helstu tækifæri og áskoranir í starfinu okkar
- Hvað hefur verið vel gert og hvað má betur fara í starfinu undanfarin ár?
- Haustráðstefnan - fyrirlesarar
- Stjórnunarverðlaun - fyrirlesarar
- Aðrar hugmyndir