Hörgatúni 2 Hörgatún, Garðabær, Ísland
Innkaupa- og vörustýring,
Jóhanna Jónsdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Distica og Guðmundur Á. Árnason ráðgjafi hjá Capacent munu vera með síðustu fræðslu vorannarinnar sem snýr að birgðastýringaverkefni Veritas.
Vinna við birgðastýringaverkefni hjá Veritas hófst vorið 2013, en Veritas er móðurfyrirtæki Distica, Vistor, Artasan og Medor sem öll starfa á lyfja- og heilbrigðismarkaði.
Markmið verkefnisins var að lækka fjárbindingu í birgðum sem hlutfall af vörusölu án þess að það kæmi niður á afgreiðsluframmistöðu til viðskiptavina.
Væntur ávinningur af vinnslu verkefnisins var að lykil árangursmælikvarðar væru vel skilgreindir og að samræmd framkvæmd birgðastýringar milli fyrirtækja myndi nást. Einnig að hlutverk fyrirtækja og starfsfólks yrðu vel skilgreind, þjónustumarkmið yrðu endurbætt ásamt markvissri notkun söluáætlana ofl.
Lykilafurðir verkefnisins voru eftirfarandi:
Ný birgðastefna og samræmt birgðastýringarferli sem nær til allra fyrirtækja Veritas
Ný birgðamarkmið og mælikvarðar
Þjálfun starfsfólks í framkvæmd innkaupa og birgðastýringu og aukið samstarf innkaupafulltrúa og markaðsfólks
Endurbætur á ERP kerfi ásamt AGR og nákvæmari stilling vörunúmera vegna birgðastýringar
Lykilorð: Birgðastýring, birgðastefna, markmið og mælikvarðar, breytingastjórnun, þjálfun innkaupafulltrúa, aðlögun upplýsingakerfa og hugbúnaðar.
Erindið byrjar kl. 9:00 til 10:00 en gestir eru hvattir til að mæta tímanlega á þetta áhugaverða erindi til að geta snætt léttan morgunverð í boði Distica. Athygli skal vakin á að fjöldatakmörkun er á fundinn svo það borgar sig að skrá sig strax.
Staðsetning: Hörgatúni 2, Garðabæ
Gengið inn Vistor inngang
Næg bílastæði eru á Garðatorgi