Teams
Öryggisstjórnun, Heilsueflandi vinnuumhverfi,
Click here to join the meeting
Fyrirlesturinn er um mikilvægi jákvæðra samskipta við innleiðingu öryggismenningar hjá vinnustöðum og hvernig orðræða, mælingar og áherslur skipta öllu máli við árangursríka innleiðingu á öryggismenningu. Fjallað verður um hlutverk stjórnenda i ferlinu og mikilvægi þess að stuðla að menningu sem styður við öryggi en ýtir ekki undir hegðun sem ógnar öryggi starfsfólksins.
Fyrirlesari er Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og mannauðsstjóri.
Jóhanna Ella hefur unnið við mannauðsmál í meira en tíu ár bæði sem ráðgjafi hjá eigin fyrirtæki í mannauðsmálum, sem mannauðstjóri í ferðaþjónustu, við Háskóla Íslands og nú í Stjórnarráðinu.
Jóhanna er einnig löggiltur sálfræðingur og formaður fagráðs fyrir EKKO mál við Háskólann á Akureyri auk þess að kenna mannauðsstjórnun við HR.
Hér er linkur á fundinn: