Fundarsalur Kviku, 1 hæð Húsi atvinnulífsins Borgartún 35, Reykjavík
Sjálfbær þróun,
Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð byrjar starfsárið á viðburði með kynningu á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact, ávinningur, innleiðing og reynsla.
Fjallað verður um ávinning þess að skrifa undir Global Compact, innleiðingu 10 viðmiða sáttmálans og reynslu fyrirtækis af því að skrifa undir.
Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá Samtökum atvinnulífsins, greinir frá ávinningi aðildar að sáttmálanum. SA eru tengiliður Íslands við Global Compact.
Harpa Júlíusdóttir, viðskiptafræðingur, fjallar um niðurstöður rannsóknar hennar til meistaranáms á þróun aðildar að UN Global Compact hjá íslenskum fyrirtækjum og hvernig hefur gengið að innleiða samfélagsábyrgð.
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts lýsir reynslu Póstsins af aðild UN Global Compact. Pósturinn hefur verið aðili að GC frá árinu 2009.
Fundarstjóri er Ásdís Gíslason, kynningarstjóri HS Orku.
Fundurinn er opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.