Nauthóll Nauthólsvegur, Reykjavík
Stjórnvísisviðburður
Óskað er eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2025-2026(27) frestur til framboðs rennur út 30. apríl 2025. Kosið verður um 3 sæti í stjórn og formann Stjórnvísi, alls 4 sæti.
Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2025-2026: Anna Kristín Kristinsdóttir, Software Engineering Manager Lead at Marel. Anna Kristín hefur setið í stjórn Stjórnvísi sem varaformaður sl. tvö ár. Anna Kristín var einnig formaður faghóps um upplýsingaöryggi til nokkurra ára. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn og getur setið í 2 ár að hámarki.
Í stjórn eru 9 stjórnarmenn kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár. Eftirtalin framboð eru komin sem ekki þarf að kjósa um og munu skipa stjórn Stjórnvísi 2025-2026
1. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar kosin í stjórn (2022-2026)
2. Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2026)
3. Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi kosin í stjórn (2022-2026)
4. Matthías Ásgeirsson, Bláa Lónið, stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun kosinn í stjórn (2024-2026)
5. Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2026)
Kosið verður um þrjú sæti í stjórn Stjórnvísi. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér:
1. Sigurður Gísli (Siggi) Bjarnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Öruggt net. (2025-2027)
2. Héðinn Jónsson, Chief Product Officer hjá Helix health. (2025-2027)
3. xxxxxx
Kosið verður í fagráð félagsins.
Haraldur Agnar Bjarnason, forstjóri Auðkennis (2025-2027)
Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026
Kosnir verða tveir skoðunarmenn til 2ja ára og bjóða eftirtaldir sig fram:
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2025-2027)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2025-2027
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins*
- Kjör formanns.
- Kjör stjórnarmanna til næstu ára
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Breytingar á lögum félagsins*
LÖG STJÓRNVÍSI eru yfirfarin reglulega og voru síðast samþykkt á aðalfundi 6.maí 2020 sjá hér
Eftirfarandi breytingar eru lagðar til á samþykktum félagsins:
2. gr.
Stjórnvísi er félag sem:
• Stuðlar að umbótum í stjórnun íslenskra fyrirtækja með miðlun þekkingar og
reynslu meðal stjórnenda.
• Eflir metnaðarfulla stjórnendur og hjálpar þeim að ná árangri.
Breyting:
2. gr.
Stjórnvísi er félag sem:
- Stuðlar að umbótum í stjórnun í íslensku atvinnulífi með miðlun þekkingar og reynslu.
- Eflir metnaðarfulla stjórnendur og leiðtoga og hjálpar þeim að ná árangri.
Í fyrirsögn innan samþykkta stendur: ”Félagsmenn”
Breyting:
Félagsaðild
4. gr.
Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.
Breyting:
Félagar skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.
5.gr.
Í dag:
Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa með þriggja vikna fyrirvara.
Breytist í:
Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa með þriggja vikna fyrirvara á miðlum Stjórnvísi.
Atkvæðarétt hafa fullgildir félagsmenn.
Atkvæðarétt hafa fullgildir félagar
6. gr.
Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn.
Breytist í:
Í stjórn Stjórnvísi eru allt að níu stjórnarmenn
9. gr.
Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm mönnum úr
háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Stjórn og
framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.
Breytist í:
Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm aðilum úr háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Fulltrúi/ar stjórnar og framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.
Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@