31
okt.
2023
31. okt. 2023
09:00 - 10:30
/
TEAMS
Tengill á viðburð
Faghópur um sjálfbæra þróun í samstarfi við FESTU miðstöð um sjálfbærni ætlar að fá nokkra aðila til að segja frá reynslu sinni við innleiðinguna og helstu áskoranirnar. Þannig getum við lært af hvort öðru og hjálpast að við innleiðingunna á þessari viðamiklu og mikilvægu löggjöf um sjálfbærni.
Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FESTU verður fundarstjóri og mun Tómas Möller, stjórnarformaður FESTU og Yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna opna viðburðinn. Reynsluboltarnir í innleiðingarferlinu verða Eiríkur Hjálmarsson, Sjálfbærnistjóri OR, Agla Huld Þórarinsdóttir, sjálfbærnisérfræðingur Eimskips og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, Sjálfbærnistjóri Íslandsbanka.
1. júní á þessu ári tök í gildi lög nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Með lögunum voru tvær Evrópureglugerðir innleiddar á Íslandi.
Reglugerð EU/2019/2088 SFDR (Sustainable Financial Disclosure Reglulation) sem varðar aðila á fjármálamarkaði (gildir fyrir banka, verðbréfasjóði, lífeyrissjóði og tryggingarfélög) og leggur þeim línurnar hvernig þeir skuli upplýsa endafjárfestinn (eigenda fjármunanna) hvernig eigi að stýra og veita upplýsingar um sjálfbærniáhættu í eignasöfnum.
Reglugerð EU/2020/852 EU Taxonomy - flokkunarkerfi ESB fyrir sjálfbærar fjárfestingar sem skilgreinir hvað telst umhverfislega sjálfbær starfsemi fyrirtækja. Þar eru sett viðmið sem skilgreina að hvaða marki atvinnustarsemi telst umhverfislega sjálfbær og hversu sjálfbær rekstur fyrirtækja er heilt yfir. Mælt sem hlutfall veltu, fjárfestingaútgjalda eða rekstrarkostnaðar. Flokkunarkerfið er liður í að vinna gegn grænþvotti. Gildir fyrir stór fyrirtæki sem og aðila á fjármálamarkaði.
Þá mun á næsta ári taka gildi lög um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrir stór og/eða skráð félög (CSRD). Sjálfbærniupplýsingarnar verða hluti af ársreikningi fyrirtækja og skulu þær endurskoðaðar af óháðum þriðja aðila. Gera skal grein fyrir áhættustýringu, viðskiptatækifærum, samskiptum við haghafa og stefnumótun fyrirtækis varðandi sjálfbærni.
Fyrirliggur mikil vinna og miklar áskoranir eru fyrir þá aðila sem um lögin gilda. Fjármálafyrirtæki auk stórra/eða skráða félaga eru nú að keppast við að innleiða flokkunarreglugerðina. Skilgreina fjárfestingar, lánveitingar og kostnaðarstrauma í þau sex umhverfismarkmið sem flokkunarreglugerðin tekur á.