Starfsorka fólks getur skertst af ýmsum ástæðum og oft getur fólk vel unnið hlutastarf eða starf sem krefst ekki eins mikils og í öðrum störfum. Það er dýrmætt fyrir einstaklinga að komast út á vinnumarkaðinn og það er mikilvægt fyrir samfélagið í heild. Með skipulagi og smá útsjónarsemi geta fyrirtæki ráðið til sín starfsfólk með skerta starfsorku þannig að mikill ávinningur verður fyrir alla. Á þessum fundi verður farið yfir hagnýt atriði sem fyrirtæki geta nýtt sér til að ráða starfsfólk sem er að koma til baka úr veikindum eða hefur ekki fulla starfsorku af öðrum ástæðum.
Erindi
Kostnaður eða tækifæri fyrir samfélagið?
Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður Færnisviðs Trygginastofnunar
Farið er yfir kostnað hins opinbera af stuðningi við fólk með skerta starfsforku og hver ávinningurinn fyrir einstaklinginn, samfélagið og fyrirtæki er af því fyrirtæki aðlagi sig að þörfum þeirra sem ekki passa inn í hefðbundna hugmynd um störf.
Endurhæfing sem virkar
Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri – Þróun atvinnutengingar hjá Virk
Fyrirtæki þurfa aðstoð við að skilgreina verkefni og koma auga á tækifærin sem hjá þeim felast fyrir fólk með skerta starfsforku. Virk hefur mikla reynslu í að fylgja málum eftir hjá fólki með skerta starfsorku og hjálpa bæði einstaklingnum og fyrirtækjum að fóta sig og aðlagast og sjá tækifæri til samstarfs.
Skert starfsorka er hluti af margbreytileika
Valdimar Ómarsson, forstöðumaður þjónustu hjá Marel
Marel hefur ráðið fólk með skerta starfsorku og fengið aðstoð við að móta verkefni sem henta einstaklingnum og nýtast fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur skýra stefnu um marbreytileika og þátttöku og stjórnendur hafa metnaðarfull markmið um árangur í rekstri. Farið er yfir dæmi um hvernig stjórnandi getur skipulagt starfið svo starfsfólk í óhefðbundnu starfi upplifi sig velkomið og hluta af teyminu.
Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel á Íslandi
Fyrir hverja eru þessi fundur áhugaverður?
- Fólk ábyrgð fyrir samfélagsábyrgð í fyrirtækjum
- Mannauðsfólk
- Stjórnendur og starfsfólk sem styður við fólk með skerta starfsorku
- Fagfólk sem aðstoðar fólk með skerta starfsorku