Tenging á Teams fund
Í erindi þessu ætlar Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu að fjalla um leiðtogafærni innan stjórnsýslunnar. Hann mun m.a. ræða viðleitni, menningu og strúktúr innan kerfisins og mikilvægi þess að halda í eldmóð og drifkraft starfsfólks er starfa við hátt flækjustig opinberrar stjórnsýslu.
Héðinn er stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Héðinn hefur sinnt fjölmörgum samhæfingar- og umbótaverkefnum innan Stjórnarráðsins þ.á.m. samhæfingu stefna og áætlana og stofnun og formennsku í Stefnuráði. Héðinn hefur sinnt stundakennslu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í meistaranámi í stefnumótun og áætlanagerð, kennslu við heilbrigðissvið auk stundakennslu í þjónandi forystu við Háskólanum á Bifröst.
Héðinn starfaði áður hjá heilbrigðisráðuneytinu, geðheilbrigðisteymi Evrópuskrifstofu alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og ráðgjafi hjá Capacent.
Héðinn hefur undanfarin 25 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum.