The Secret Sauce to Success

Faghópur um markþjálfun hélt í HR fund undir yfirskriftinni „The five dysfunctions of a team“ bók Patrick Lencioni. Pam Coffey kynnti sig og bað viðstadda að rifja upp tíma þar sem þeir hefðu unnið í góðu teymi. Hvað teymið hafði sem gerði það að góðu teymi. Það sem nefnt var sem dæmi:
Góð teymi

  • Sömu markmið/takmark
  • Vision
  • Vilji
  • Orka
  • Traust
  • Opin samskipti
  • Gaman
  • Vinskapur
  • Samheldni
  • Sköpun
  • Virðing

Og svo hvaða hegðun væri til staðar hjá teymum sem væru ekki sterk.

  • Þvingað
  • Misskilningur
  • Skortur á samskiptum
  • Óheiðarleiki
  • Ásakanir

Þegar teymi virka vel geta þau verið það sem sker úr um árangur fyrirtækis/stofnana. Pam sýndi nokkur myndbönd með Lencioni og lýsti svo aðferðum sem hún hefur til að vinna með hans aðferðafræði fyrir teymi á ýmsum vettvangi þar sem hún hefur komið að.

Vinnan byrjar með teymistmati þar sem spurt er sérstakra spurninga sem varðar teymið. Spurningar fyrir teymið og einnig vinnustaðamenninguna. Gert er DiSC mat sem er svipað og Myers Briggs greiningin, með áherslu á hegðun á vinnustaðnum.

Pam fór svo í gegnum módelið sem fræði Lencioni eru byggð á og hvernig greiningin fyrir teymi er notuð til að byggja upp traust og aðra þætti sem modelið byggi rá.

Þátttakendur pöruðu sig saman og ræddu í smá stund um uppruna og æsku – dæmi um æfingu sem notuð er til að byggja upp traust; þekkja þá sem við vinnum með. Traustið byggir á berskjöldun og uppbyggilegum umræðum um ágreining.

gaf gagnlegar upplýsingar úr hennar vinnu sem þjálfari.

Feedback is a gift. Endurgjöf er gjöf

Results. Vinnur með teymum í 2-3 klukkutími í 5-6 skipti í einu yfir sex mánaða tímabil.

Þátttakendur komu fram með góðar spurningar

Hvað er góð stærð á teymi? Eins um þátttöku fólksins í teyminu, ef einhver er óvirkur, hvaða er til ráða?

Hversu mikill tími fer í að keyra svona prógramm/vinnustofu með teymum á vinnustað

Allavega 2-3 klst með teyminu í 4-6 vikna millibili, allavega 10-12 klst í heildina. Áríðandi að vinna með markþjálfa á milli funda, til að viðhalda árangri og halda vinnunni gangandi. Stundum erum um markþjálfa innan fyrirtækja að ræða en líka utanaðkomandi. Ekki gott að vera með sama þjálfara fyrir stjórnendur og teymið sem verið er að vinna með.

Í stærri fyrirtækjum með mörgum teymum, hvernig er nálgunin þar.? Hvert teymi fær 2-3 tíma og svo stjórnendateymið fer í gegnum efnið tvisvar og fá sér vinnustofu um ábyrgð og traust stjórnenda.

 

Um viðburðinn

The Five Behaviors of Cohesive Teams - The Secret Sauce to Success

Opni Háskólinn - stofa M208

No one succeeds alone, however genuine teamwork in most organizations remains elusive. Effective teams accomplish goals, drive results, and move organizations forward.  Building an effective team doesn't just happen - it takes work and an understanding of the basic needs of a team. 

Pam Coffey will share how The Five Behaviors of a Cohesive Team provides teams with the foundation of a healthy, well-functioning team, from trust to accountability to results. She will outline a powerful model and actionable steps that can be used to overcome common hurdles and build cohesive, effective teams.     

Pam is a certified executive coach and experienced consultant with a long career in Human Resources for the U.S. Government. She teaches, mentors and assesses new coaches in the Georgetown University Leadership Coaching Program. Pam is dedicated to working with individuals, teams and organizations to create positive change, improve performance, and achieve desired results. She is accredited in The Five Behaviors of a Cohesive Team program and has coached hundreds of teams to end their struggles and work together effectively and cohesively.   

Ragnhildur Vigfusdottir is a coach from Coach Utbildning Sverige and Bruen (2104 - NLP Master Coach).  She is a certified Daring Way Faciltiator (based on the research of Dr. Brene' Brown). 

Viðburðurinn fer fram að mestu á ensku.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?