Starfsemi alþingis út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar

Alþingi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi og er margbrotin stofnun sem sinnir mikilvægum og flóknum verkefnum. En hvernig skyldi starfsemin líta út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar?  Þá innsýn fengu Stjórnvísifélagar á fundi á vegum faghóps um verkefnastjórnun og MPM-alumni félagið í HR í morgun þar sem Jón Steindór Valdimarsson flutti erindi.   Fundarstjóri var Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins við HR.


Jón Steindór Valdimarsson MPM tók sæti á alþingi haustið 2016 fyrir hönd þingflokks Viðreisnar. Jón Steindór er menntaður lögfræðingur og útskrifaðist úr MPM-náminu árið 2013. Hann hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri iðnaðarins, setið í fjölda stjórna og verið í eigin rekstri. Síðar söðlaði hann um og snéri sér að stjórnmálum og er einn af frumkvöðlum þess að flokkurinn Viðreisn varð til.

Þegar ríkisstjórn verður til þá kemur ríkisstjórnin sér saman um stjórnarsáttmála þ.e. hvað eigi að gera á tímabilinu.  Stjórnarsáttmálar eru yfirlýsingar um fyrirætlanir en ekki beint áætlanir. Ráðherrar eru núna 11 (einn utan þings) og hafa þeir frumkvæði í sínum ráðuneytum að alls kyns verkefnum.  Hvert þing er sjálfstæð eining, á hverju þingi eru lögð fram þingmálaskrá.   Hver ríkisstjórn skal í upphafi síns kjörtímabils leggja fram 5 ára fjármálastefnu og 5 ára fjármálaáætlun auk fjárlaga til eins árs.  Þingið þarf að samþykkja fjármálastefnuna, fjármálaáætlunina og fjárlögin. 

Á skrifstofu Alþingis starfa 100 manns.  Þar eru mikil formlegheit varðandi þingfundi, skipulagsatriði o.fl. Kosnir eru 63 þingmenn til 4ra ára.  Þingmál sem ekki klárast á þingtímabilinu falla dauð og þarf að taka þau fyrir aftur á næsta þingi.  Ástæðan er sú að ef menn vilja ekki taka afstöðu til mála þá er hægt að eyða málinu út.  Í þinginu eru átta fastanefndir og raðast i þær eftir þingstyrk. 

En hvað getur þingmaður gert?  Lagt fram lagafrumvarp, þingsályktun, fyrirspurnir til ráðherra (spurt um hluti þar sem svarandi er veikur fyrir), spurt um ákveðin mál, óskað eftir skýrslu, rætt um störf þingsins og tekið þátt í umræðum (þingið er umræðuvettvangur).

Jón Steindór velti fyrir sér hvort hægt sé að stýra pólitík út frá verkefnastjórnun?  Þar eru 63 skoðanir, 8 skoðanablokkir 3ja blokka blanda ræður (meirihlutinn) og 4ra blokka blanda andæfir (minnihlutinn). Er stjórnarsáttmáli gott stefnuplagg?  Væntanlega ekki þó sumt sé mjög skýrt eins og t.d. að fella niður virðisaukaskatt af bókum. Er þingmálaskrá góð verkáætlun?  Þangað koma inn mjög mörg mál.  Verið er að breyta þessu og nú fer ekkert mál á þingmálaskrá nema búið sé að kynna það áður í ákveðnu ferli og þar með styttist þingmálaskráin. 

Form skiptir gríðarlega miklu máli og það koma leiðbeiningar varðandi hvernig á að ávarpa og hversu lengi má tala í hvaða umferð.  Formenn nefnda ættu að fá meiri leiðbeiningar og allir þingmenn að læra að beita virkri hlustun.  Mikilvægt er að setja upp góða áætlun.  Forsætisráðherra er tannhjólið í ríkisstjórninni og ráðherra við þingnefndirnar.  

Um viðburðinn

Starfsemi alþingis út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar

Alþingi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi og er margbrotin stofnun sem sinnir mikilvægum og flóknum verkefnum. En hvernig skyldi starfsemin líta út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar?

Jón Steindór Valdirmarsson MPM tók sæti á alþingi haustið 2016 fyrir hönd þingflokks Viðreisnar og hann ætlar velta fyrir sér hvernig störf alþingis og skipulag falla að fræðum og kenningum verkefnastjórnunar. Fyrirlesturinn er í boði MPM-námsins við HR í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi.

Jón Steindór er menntaður lögfræðingur og útskrifaðist úr MPM-náminu árið 2013. Hann hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri iðnaðarins, setið í fjölda stjórna og verið í eigin rekstri. Síðar söðlaði hann um og snéri sér að stjórnmálum og er einn af frumkvöðlum þess að flokkurinn Viðreisn varð til.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík og fundarstjóri er Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins við HR.

Aðgangur er öllum opinn og er gjaldfrjáls. Nánar um viðburðinn má sjá hér

Fleiri fréttir og pistlar

Námskeið: Fordómar og inngilding í íslensku samfélagi

Á þessu námskeiði fá þátttakendur kennslu í kynþátta- og menningarfordómum, birtingarmyndum og áhrifum þeirra í íslensku samfélagi ásamt umfjöllun um hugtakið inngildingu og hvernig inngilding nýtist í baráttunni við fordóma.

Hugtökin fordómar og inngilding eru á allra vörum en ekki er öllum skýrt hvað þau þýða. Á námskeiðinu verður farið yfir muninn á kynþátta- og menningarfordómum, sögu þeirra og hvernig þeir birtast í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Fjallað verður um áhrif fordóma á líðan þeirra sem verða fyrir þeim til að auka skilning á mikilvægi baráttunnar gegn fordómum.

Síðari hluti námskeiðisns verður helgaður inngildingu (e. inclusion) og hvernig inngildandi hugarfar er mikilvægur þáttur í að stuðla að jafnara og sanngjarnara samfélagi, en inngilding snertir allt fólk á einhvern hátt. Hægt er að nota inngildingu sem tól til að auka menningarnæmi, en á námskeiðinu verður líka farið yfir hugtökin menningarnæmi og menningarnám.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með gagnvirkum spurningum sem þátttakendur geta svarað í rauntíma, auk umræðna.

Gæðastjórnun – hvað kostar? - Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands

Einar Guðbjartsson dósent í viðskiptafræðideild flytur áhugavert erindi um gæðastjórnun með fræðilegri nálgun, hvernig hægt er að reikna kostnað og ábata af gæðastjórnunarkerfum.  Erindi þetta getur stuðlað að betri sýn á gæðastjórnun, þá sérstaklega á hagrænt gildi í rekstri.  

Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.

Við innleiðingu á gæðastjórnun þá er vænst að hagnaður og eða ánægja viðskiptavina aukist. Ekki er alltaf auðvelt að reikna hver er í raun ávinningur af gæðastjórnunarkerfum sem hafa verið innleidd í fyrirtækinu.

Samhliða þróun á gæðastjórnun þá komu til skjalanna staðlar (ISO-staðlar) sem hafa treyst gæðastjórnun í sessi, sem hluti að stjórnunarkerfi fyrirtækja og góðum stjórnarháttum. Sá staðall sem er hvað einna mest þekktur er ISO-9001 og fjallar meðal annars um ánægju viðskiptavinar með keypta vöru eða þjónustu. Þar nálgumst við skilgreiningu á gæði.

Flytjandi erindisins: Einar Guðbjartsson - Dósent | Háskóli Íslands 

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér: Gæðastjórnun – hvað kostar? • Submission 83 • Þjóðarspegillinn 2024

Ávinningur af stjórnkerfisstöðlunum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001 - Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands

Hér er stórmerkilegur viðburður fyrir allt áhugafólk um ávinning af notkun stjórnkerfisstaðlanna ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001. 

Staður og stund: Í Þjóðarspeglinum 2024 í Háskóla Íslands, Lögbergi 101, hinn 1. nóvember nk. kl. 15:00 — 16:45.

Höfundar: Elín Huld Hartmannsdóttir MIS, gæða- og skjalastjóri hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Jóhanna Gunnlaugsdóttir PhD, prófessor emerítus.

Nánari texta um erindið er að finna í heildardagskrá ráðstefnunnar, undir síðasta erindinu sem er nr. 46: https://virtual.oxfordabstracts.com/event/73508/session/134454

Vonandi hafa sem flestir tök á að hlýða á þær Elínu Huld og Jóhönnu á föstudaginn kemur.

 

Notkun skapandi gervigreindar meðal stjórnenda tvöfaldast í 72% á milli ára

"Samkvæmt könnun þar sem rætt var við yfir 800 stjórnendur kemur í ljós að vikuleg notkun á skapandi gervigreindar hefur nær tvöfaldast, úr 37% árið 2023 í 72% árið 2024, með miklum vexti í deildum sem áður voru hægari að tileinka sér tæknina, svo sem markaðs- og mannauðsdeildum. Þrátt fyrir aukna notkun standa fyrirtæki enn frammi fyrir áskorunum þegar kemur að því að meta fullan ávinning og arðsemi gervigreindarinnar."

Hér er ný skýrsla frá The Wharton School:
https://ai.wharton.upenn.edu/focus-areas/human-technology-interaction/2024-ai-adoption-report/

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?