Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun verður haldinn föstudaginn 19. maí klukkan 08:45-9:30 í gegnum Teams. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. Staða meðstjórnenda er laus, sjá nánar að neðan.
- Uppgjör á starfsárinu
- Lærdómur af fyrsta starfsári faghóps
- Kosning til stjórnar
- Önnur mál
Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Starf meðstjórnenda einkennist af teymisstarf þannig að vinnuálagi er dreift á milli allra meðlima, skýrar leiðbeiningar eru um hvernig störfum er háttað og því er auðvelt fyrir nýja aðila að fylgja eftir þessu góða starfi og vonandi gera enn betur.
Allir sem hafa áhuga á almannatengslum og samskiptastjórnun og vilja taka þátt að auka vægi atvinnugreinarinnar á Íslandi geta haft samband við Erlu Björgu Eyjólfsdóttur, formann faghópsins og ráðgjafa hjá Cohn & Wolfe á Íslandi.
Netfang: erla.eyjolfsdottir@cohnwolfe.is
Símanúmer: +354-8985119
______________________________________________________________________________________________________