Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion): Viðburðir framundan

Inngilding með hjálp gervigreindar

Í þessum fyrirlestri mun Haukur Guðjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Sundra, deila reynslu sinni af því að þróa hugbúnaðarlausn sem tengir saman gervigreind og inngildingu á nýstárlegan hátt. Þótt hann gefi sig hvorki út fyrir að vera sérfræðingur í gervigreind né inngildingu, hefur hann með opnum huga og mikilli forvitni kafað djúpt í tengsl þessara tveggja sviða. Haukur mun miðla lærdómi sínum af samtölum við fjölbreyttan hóp fólks – allt frá mannauðsstjórum og kvikmyndagerðarfólki til hagsmunasamtaka og sérfræðinga í inngildingu. Hann mun jafnframt veita innsýn í hvernig gervigreind getur hjálpað fyrirtækjum að takast á við algengar áskoranir í inngildingarvinnu á vinnustöðum. Markmið fyrirlestrarins er að þátttakendur fari heim með skýrar, hagnýtar leiðir til að nýta gervigreind til að efla inngildingu í eigin starfsemi.

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn miðvikudaginn 7. maí klukkan 15:00-15:30.
Smellið hér til að tengjast fundinum

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um fjölbreytileika og inngildingu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?