Fjölbreytileiki og inngilding (e. diversity & inclusion): Viðburðir framundan

Erum við í tómri steypu?

Fjölmenning og inngilding eru sífellt mikilvægari þættir í þróun vinnustaða. Hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini, sem rekur BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna, er helmingur starfsfólks af erlendum uppruna.  Fyrirtækið leggur mikla áherslu á aukna velsæld og tók nýverið þátt í Velsældarþingi í Reykjavík, þar sem fjallað var um áherslur og sýn fyrirtækisins á velsældarhagkerfi, þar sem leitast er við að forgangsraða lífsgæðum og velferð út frá breiðum grunni.

 Á fundinum segir Helga Fjóla frá reynslu sinni og áherslum fyrirtækisins varðandi inngildingu.  Helga Fjóla mun einnig fjalla um helstu niðurstöður úr lokaverkefni sínu í Jákvæðri sálfræði við EHÍ en þar nýtti hún stafræna íslenskukennarann BaraTala til að skoða áhrif jákvæðs orðaforða á líðan og hamingju starfsfólks.

Fyrirlesari: Helga Fjóla Sæmundsdóttir - framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini

Fjölbreytileiki og inngilding hjá Reykjavíkurborg - reynslusaga

Fulltrúi mannauðssviðs Reykjavíkurborgar mun segja frá því hvernig er unnið með fjölbreytileika og inngildingu starfsfólks borgarinnar. 

Frekari upplýsingar koma síðar. 

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu

Aðalfundur faghóps um fjölbreytileika og inngildingu verður haldinn miðvikudaginn 7. maí klukkan 15:00-15:30.
Smellið hér til að tengjast fundinum

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um fjölbreytileika og inngildingu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?