Í framhaldi af kynningarfundinum okkar um post-covid aðstöðuna í lok september boðum við næst, 23. nóvember, til kynningarfunds um verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV).
Frá því að faghópurinn var stofnaður síðasta vor þá hefur VMV mjög reglulega komið til tals meðal stjórnarmanna hópsins sem margir hverjir eru einmitt (eða vilja) koma sér fyrir í þessari tegund af vinnuaðstöðu sem er að aukast í vinsældum. Það er engin furða þar sem í kringum 30% af þróuðum hagkerfum í dag er tölvuvinna á skrifstofu (e. computer-based office work) og eru fyrirtæki í auknum mæli að verkefnavæða rekstrarskipulagið þeirra.
Á fundinum í lok nóvember munum við kynna þetta konsept. Fyrst fræðilega þar sem við staðsetjum það betur á atvinnumarkaðinum og meðal aðstöðutegunda þess, kynnum niðurstöður nýlegs meistaraverkefnis um VMV og fáum innsýn í innleiðingu þess hjá ríkinu og Landsbankanum. Nánari lýsing og skráning fer fram á viðburðarsíðunni.