Fundur á vegum Umhverfis- og öryggishóps
Fundarefni
Vistvænar byggingar
Faghópur Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) um vistvæna þróun kynnir hvað FSR er að gera í vistvænum málum.
Verksvið faghópsins er að taka þátt í innleiðingu á aðferðafræði sjálfbærrar þróunar og vistvænna bygginga á Íslandi.
Fjallað verður um ávinning þess að byggja vistvænt, áhersluatriði sem rýna þarf við hönnun og framkvæmd vistvænna bygginga og verkefni FSR.
Á vegum FSR eru núna tvær byggingar í sérstöku hönnunarferli fyrir vistvænar byggingar og ein bygging komin á framkvæmdastig eftir að hafa farið í gegnum slíkt ferli.
Allar þessar byggingar munu fá alþjóðlega vottun sem vistvænar samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM.
Kynningarrit FSR um vistvænar byggingar og vistvænar áherslur á byggingariðnaði verður dreift á fundinum.
Framsögumenn
Faghópur FSR um vistvæna þróun
Fundarstaður
Framkvæmdasýsla Ríkisins, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík