Fundur hjá umhverfis- og öryggishópi
Umhverfisstjórnun hjá OR - hindranir og lausnir
Fyrirlesarar
Loftur Reimar Gissuarson og Olgeir Helgason; gæða-, umhverfis- og öryggismálasvið
Orkuveita Reykjavíkur hefur í mörg ár unnið markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í starfsemi sinni og er mikil áhersla lögð á umhverfismál í fyrirtækinu. Daglegur rekstur og verk eru unnin í takt við vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001. Fyrirtækið gefur árlega út umhverfisskýrslu sem er hluti af skýrslu um ábyrga starfshætti.
Á fundinum munu Loftur og Olgeir segja frá innleiðingarferlinu og hvaða áhrif umhverfisstarfið hefur haft á fyrirtækið og árangur þess.
Fundarstaður
Hús Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Boðið verður upp á morgunkaffi frá kl 8:15