Bæjarhálsi 1 Bæjarháls, Reykjavík, Ísland
Lean - Straumlínustjórnun,
Úr deildarskipulagi í ferlamiðaðra skipulag með viðskiptavininn í forgrunni
Fyrirlesarar:
Hafrún Þorvaldsdóttir, sölustjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur hefur gengið í gegn um miklar skipulagsbreytingar á síðastliðnum misserum. Fjallað verður um greiningar á virðisaukandi ferlum en þeir voru lagðir voru til grundvallar núverandi skipulagi. Gert verður grein fyrir hvernig straumlínuhugsun var beitt við skipulagsbreytingar fyrirtækisins þar sem horft er til þarfa viðskiptavinanna. Auk þess verður fjallað um menninguna sem breytist í fyrirtækinu við að setja viðskiptavininn í forgrunn.
Meðal þess sem verður rætt er:
- Hvers vegna var farið af stað með ferlamiðað skipulag?
- Hvaða undirbúningur átti sér stað?
- Hvaða aðferðum var beitt við greiningu á ferlum?
- Hvernig eru meginferlin skilgreind?
- Hverjar hafa verið helstu áskoranir?
Áætlaður tími: 8:30-9:30
Að kynningu lokinni gefst gestum tækifæri til þess að heimsækja þjónustuver Orkuveitunnar undir leiðsögn Skúla Skúlasonar framkvæmdastjóra Þjónustusviðs og Sigrúnar Viktorsdóttur, forstöðumanns Þjónustuvers. Skúli og Sigrún munu skýra frá hvernig töflur eru notaðar við sjónræna stjórnun lykilmælikvarða og umbótaverka.