Nauthólsvegi 52 Nauthólsvegur 52, Reykjavíkurflugvöllur (RKV), 531 Reykjavík, Ísland
Lean - Straumlínustjórnun,
Á fundinum verður sagt frá þeirri viðamiklu umbótavinnu sem hófst hjá ITS í Flugskýlinu í Keflavík fyrir um ári síðan. Helstu aðferðir sem er verið að nota eru hugmyndafræði Value Stream Mapping til að vinna að umbótum á ferlunum, 5S til að auka sýnilega stjórnun á vinnusvæðunum og Point of Use til að sjá til þess að allir hafi nákvæmlega þau tól/tæki/hluti við hendina á nákvæmlega þeim tíma sem þeir þurfa. Hugmyndafræði Lean Management svífur að sjálfsögðu yfir umbótunum.
Á kynningunni munu Þorvaldur Auðunsson verkefnastjóri hjá Icelandair, Hjörleifur Árnason í innkaupunum í ITS og Heimir Örn Hólmarsson verkfræðideild ITS segja frá hvað var gert, hvað gekk vel/ hvað hefði mátt ganga betur og hvaða árangri stefnt er á að ná með umbótunum. Allir sem hafa áhuga á bættu starfsumhverfi og betri framleiðni eru hvattir til að mæta, sama hvort vinnustaðurinn er í viðhaldsdeild, framleiðslu eða á skrifstofu.
Staðsetning: Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir)