Click here to join the meeting
Á þessum fyrsta viðburði Excel hópsins mun Hjálmar Gíslason frá Grid fara aðeins yfir sögu, hlutverk og framtíð töflureikna auk þess að sýna GRID lausnina og hvernig hún spilar inn í þessa framtíðarsýn.
Hjálmar Gíslason er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID ehf, en það er fimmta sprotafyrirtækið sem hann setur á fót. GRID vinnur að lausn sem gerir notendum Excel og annarra töflureikna auðvelt að miðla gögnum og reiknilíkönum með skýrum, lifandi og öruggum hætti á netinu byggt á þeim töflureiknaskjölum og -þekkingu sem notendur búa þegar yfir.
Áður en við hleypum Hjálmari að mun formaður eiga nokkur orð, meðal annars fara yfir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir meðlimi hópsins.